Fréttir

Fyrirsagnalisti

30.12.2010 : Afgreiðslutími um áramót

Lokað er hjá umboðsmanni skuldara á gamlársdag. Opnað er á nýju ári mánudaginn 3. janúar 2011 klukkan 9.00 í Kringlunni 1, Reykjavík og klukkan 8.30 í útibúi umboðsmanns skuldara að Vatnsnesvegi 33 í Reykjanesbæ.

Umboðsmaður skuldara óskar landsmönnum öllum hagsældar á nýju ári.

Lesa meira

30.12.2010 : Breytingar á gjaldþrotalögum

Kröfur sem ekki fást greiddar við gjaldþrotaskipti fyrnast nú á tveimur árum, nema dómur sé um annað. Þetta á einnig við eldri kröfur, þar sem gjaldþrotaskiptum er lokið og meira en tvö ár eru eftir af fyrningarfresti. Umboðsmaður skuldara hefur tekið saman upplýsingar um gjaldþrot.

Lesa meira

29.12.2010 : Gengislánalög taka gildi 

Lög um gengistryggð lán hafa nú tekið gildi. Lánastofnanir hafa 60 daga til að senda útreikning á á nýjum höfuðstól gengistryggðra fasteigna- og bílalána. Endurútreikningur tekur mið af dómi Hæstaréttar frá 16. september.

Lesa meira

23.12.2010 : Afgreiðslutími um hátíðirnar

Opið er hjá umboðsmanni skuldara í Kringlunni 1, á Þorláksmessu frá kl. 9:00 - 16:00 en lokað er á aðfangadag. Dagana 27. - 30. desember er opið  frá 9:00 - 16:00 en lokað er á gamlársdag. Lesa meira

20.12.2010 : Um 3.000 einstaklingar hafa fengið leiðréttingu á höfuðstól lána sinna

Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur birt svar við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um skuldaúrræði fyrir einstaklinga. Lesa meira

17.12.2010 : Reiknivélar vegna gengistryggðra lána

Umboðsmaður skuldara hefur útbúið reiknivélar þar sem hægt er að endurreikna til viðmiðunar útreiknings erlendra gengistryggðra lána. Reiknivélarnar keyra á Microsoft Excel forritinu.  

Lesa meira

16.12.2010 : Umboðsmaður skuldara opnar í Reykjanesbæ

Útibú umboðsmanns skuldara í Reykjanesbæ var opnað í dag, fimmtudag. Útibúið er staðsett að Vatnsnesvegi 33, í sama húsi og Sýslumaðurinn í Keflavík. Hægt er að panta tíma í síma 512 6600 eða í grænu númeri embættisins 800 6600. Opið verður frá 8.30-15.00 alla virka daga.

Lesa meira

10.12.2010 : Umboðsmaður skuldara flytur í Kringluna

Umboðsmaður skuldara lokar í dag, föstudaginn 10. desember, klukkan 16.00 á Hverfisgötu 6, og opnar mánudaginn 13. desember kl. 9.00 á nýjum stað í Kringlunni 1

Lesa meira

6.12.2010 : Aðgerðir vegna skulda- og greiðsluvanda heimilanna

Ríkisstjórnin, lánastofnanir, Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir skrifuðu undir samkomulag á föstudag um víðtækar aðgerðir vegna skulda- og greiðsluvanda heimilanna

Lesa meira

2.12.2010 : Framfærsla námsmanna í greiðsluaðlögun tryggð

Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum um greiðsluaðlögun til að tryggja að námsmenn sem sótt hafa um greiðsluaðlögun, geti fengið framfærslulán.

Lesa meira

1.12.2010 : Annasamur nóvember hjá umboðsmanni skuldara

Umboðsmaður skuldara hóf starfsemi  þann 1. ágúst 2010 og síðan þá hafa 521 heimili fengið úrlausn sinna mála með aðstoð umboðsmanns.  

Lesa meira

26.11.2010 : Dómur Hæstaréttar um ábyrgðarmenn

Dómur Hæstaréttar um að kröfuhöfum sé heimilt að ganga að ábyrgðarmönnum einstaklinga sem gengist hafa undir nauðasamning til greiðsluaðlögunar sýnir hugsanlega bresti í því úrræði sem greiðsluaðlögun á að vera.

Lesa meira

24.11.2010 : Nýr upplýsingabæklingur vegna greiðsluerfiðleika

Umboðsmaður skuldara hefur útbúið kynningarbækling sem útskýrir helstu úrræði fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum og hefur bæklingurinn verðið sendur á öll heimili landsins.  Lesa meira

17.11.2010 : Innheimta námslána LÍN og greiðsluerfiðleikaúrræði

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið saman svör við spurningum Margrétar Tryggvadóttur alþingismanns varðandi innheimtuaðgerðir vegna vanskila lántakenda LÍN.  

Lesa meira

12.11.2010 : Gengislánafrumvarp lagt fram

Gengislánafrumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra var lagt fyrir ríkisstjórn fimmtudaginn 11. nóvember.

Lesa meira

11.11.2010 : Um skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna

Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna var birt síðdegis þann 11. nóvember. Umboðsmaður skuldara byggir eftirfarandi mat sitt skilyrt á niðurstöðu sérfræðinganna, en ekki á eigin greiningu.

Lesa meira

8.11.2010 : Upplýsingar um frestun greiðslna þegar sótt er um greiðsluaðlögun

Þegar umsókn um greiðsluaðlögun einstaklinga er móttekin af umboðsmanni skuldara hefst frestun greiðslna. Með frestuninni eru lagðar skyldur á kröfuhafa og umsækjendur.

Lesa meira

2.11.2010 : Nauðungarsölur og uppboðsbeiðnir

Alþingi hefur birt svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ólínu Þorvarðardóttur þingmanns um nauðungarsölur og uppboðsbeiðnir það sem af er ári 2010. Lesa meira

2.11.2010 : Umsóknum um greiðsluaðlögun fjölgaði í október

Nú eru samtals 1104 umsóknir um úrræði vegna greiðsluerfiðleika til vinnslu hjá umboðsmanni skuldara.

Lesa meira

21.10.2010 : Hvað gerist við frestun greiðslna?

Þegar umsókn um greiðsluaðlögun er móttekin af umboðsmanni skuldara hefst frestun greiðslna. Með frestuninni eru lagðar eftirfarandi skyldur á herðar kröfuhöfum og umsækjendum.

Lesa meira
Síða 1 af 2