Fréttir

Fyrirsagnalisti

21.12.2012 : Hátíðarkveðjur og opnunartími

Lokað verður hjá umboðsmanni skuldara fyrir hádegi aðfangadag og gamlársdag. Opið verður 27. og 28. desember frá klukkan 9.00-15.00. Eftir áramótin opnar aftur miðvikudaginn 2. janúar.

Lesa meira

19.12.2012 : Reiknivél fyrir lán með ólögmætri gengistryggingu

Umboðsmaður skuldara hefur opnað reiknivél á heimasíðu sinni, þar sem hægt er að endurreikna lán með ólögmætri gengistryggingu.

Lesa meira

13.12.2012 : Sértæk skuldaaðlögun fellur niður

Þeir sem hafa hug á að sækja um sértæka skuldaaðlögun hjá viðskiptabanka sínum verða að gera það fyrir áramót. Umboðsmaður skuldara mun áfram taka við umsóknum um greiðsluaðlögun einstaklinga.

Lesa meira

17.9.2012 : Ráðgjafaþjónusta umboðsmanns skuldara

Til að fá viðtal hjá ráðgjöfum umboðsmanns skuldara þarf að panta tíma í afgreiðslu umboðsmanns skuldara eða í síma 512-6600. Vinsamlegast munið að koma með persónuskilríki og framvísa þeim við komu.

Lesa meira

16.8.2012 : Vegna kæru til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál

Vegna kæru Hagsmunasamta heimilanna til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál vill umboðsmaður skuldara koma eftirfarandi á framfæri. Lesa meira

28.6.2012 : Samstarf um úrvinnslu gengistryggðra lána lokið

Samstarf lánveitenda, með aðkomu embættis umboðsmanns skuldara, Neytendastofu og embættis talsmanns neytenda um gengistryggð lán og heimilað var með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þann 9. mars sl., er nú lokið. Lesa meira

29.5.2012 : Sumarþjónusta umboðsmanns skuldara

Í sumar, frá og með föstudeginum 1. júní, verður einungis hægt að fá viðtal hjá ráðgjöfum umboðsmanns skuldara með því að panta tíma  í síma 512-6600. Símatími ráðgjafa, í síma 512-6600, verður óbreyttur alla virka daga frá klukkan 9.00 til 15.00.
Lesa meira

16.5.2012 : Greiðslubyrði á lánum með óverðtryggða vexti

Fjármálaeftirlitið hefur vakið athygli á næmi greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum fyrir vaxtahækkunum og hvetur til varkárni í skuldsetningum þar sem greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum getur aukist hratt í takt við hækkandi stýrivexti.
Lesa meira

9.5.2012 : Úrvinnsla mála með gengistryggð lán

Umboðsmaður skuldara á, ásamt Neytendastofu og talsmanni neytenda,  aðild að samstarfi fjármálafyrirtækja sem miðar að því að hraða úrvinnslu mála er varða gengistryggð lán. Fjórir óháðir lögmenn hafa skilað inn samantekt um álitaefni og tengd mál sem þegar eru fyrir dómsstólum.
Lesa meira

30.4.2012 : Húsnæðiskostnaður Íslendinga 2011

Húsnæðiskostnaður Íslendinga var að meðaltali rúm 18% af ráðstöfunartekjum árið 2011, samkvæmt greiningu Hagstofu Íslands. Lesa meira

11.4.2012 : Lokað vegna starfsdags

Afgreiðsla umboðsmanns skuldara mun loka kl. 12.30, föstudaginn 13. apríl vegna starfsdags embættisins. Lesa meira

3.4.2012 : Ný neysluviðmið

Umboðsmaður skuldara hefur tekið í notkun ný neysluviðmið, sem finna má hér.
Lesa meira

30.3.2012 : Greiðsluseðlar vegna endurreiknaðra lána

Fjármálafyrirtækin senda út greiðsluseðla. Ósáttum viðskiptavinum er bent á að hafa samband við sitt útibú.

Lesa meira

20.3.2012 : Skil á skattframtölum einstaklinga

Frestur til að skila skattframtali einstaklinga rennur úr á fimmtudag. Lesa meira

6.3.2012 : Tilmæli FME vegna dóms Hæstaréttar

Fjármálaeftirlitið hefur birt tilmæli til lánastofnana vegna óvissu er varðar endurútreikning á gengistryggðum lánum.

Lesa meira

29.2.2012 : Enn óvissa um túlkun dóms

Til að eyða óvissu vegna dóms Hæstaréttar nr. 600/2011 sem fyrst telur umboðsmaður skuldara brýnt að fordæmisgefandi málum verði veitt flýtimeðferð fyrir dómstólum. Einnig leggur umboðsmaður skuldara til að sýslumenn fresti aðfarargerðum í málum sem snúast um lán með ólögmætri gengistryggingu.
Lesa meira

17.2.2012 : Ábyrgðarskuldbindingar fyrir einstaklinga

Vegna umræðu um gildi ábyrgðarskuldbindinga hefur umboðsmaður skuldara tekið saman hvaða skref þarf að taka til að meta hvort ábyrgðarskuldbinding er gild eða ógild.

Lesa meira

16.2.2012 : Dómur Hæstaréttar nr. 600/2011

Dómur Hæstaréttar

um að ekki sé heimilt að krefja skuldara um viðbótargreiðslur vegna þegar greiddra vaxta í endurútreikningi leiðir til þess að fjármálafyrirtæki þurfa að endurskoða þegar gerðan endurútreikning.

Lesa meira

1.2.2012 : Umboðsmaður skuldara opnar útibú á Akureyri

Umboðsmaður skuldara opnar útibú sitt á Akureyri mánudaginn 6. febrúar. Lesa meira

31.1.2012 : Þjónustumiðstöð á opnunartíma

Frá og með deginum í dag falla niður sérstakir tímar fyrir símaráðgjöf hjá umboðsmanni skuldara. Þess í stað verður hægt að fá ráðgjöf í gegn um þjónustumiðstöð á opnunartíma embættisins frá klukkan 9.00 til 15.00.

Lesa meira
Síða 1 af 2