Fréttir

Fyrirsagnalisti

29.2.2012 : Enn óvissa um túlkun dóms

Til að eyða óvissu vegna dóms Hæstaréttar nr. 600/2011 sem fyrst telur umboðsmaður skuldara brýnt að fordæmisgefandi málum verði veitt flýtimeðferð fyrir dómstólum. Einnig leggur umboðsmaður skuldara til að sýslumenn fresti aðfarargerðum í málum sem snúast um lán með ólögmætri gengistryggingu.
Lesa meira

17.2.2012 : Ábyrgðarskuldbindingar fyrir einstaklinga

Vegna umræðu um gildi ábyrgðarskuldbindinga hefur umboðsmaður skuldara tekið saman hvaða skref þarf að taka til að meta hvort ábyrgðarskuldbinding er gild eða ógild.

Lesa meira

16.2.2012 : Dómur Hæstaréttar nr. 600/2011

Dómur Hæstaréttar

um að ekki sé heimilt að krefja skuldara um viðbótargreiðslur vegna þegar greiddra vaxta í endurútreikningi leiðir til þess að fjármálafyrirtæki þurfa að endurskoða þegar gerðan endurútreikning.

Lesa meira

1.2.2012 : Umboðsmaður skuldara opnar útibú á Akureyri

Umboðsmaður skuldara opnar útibú sitt á Akureyri mánudaginn 6. febrúar. Lesa meira