Fréttir

Fyrirsagnalisti

27.12.2016 : Samningar um greiðsluaðlögun á árinu 2016

148 samningar um greiðsluaðlögun hafa tekið gildi á árinu 2016. Í takt við þá þróun að leigjendur sækja í auknum mæli um greiðsluaðlögun, kveða eingöngu 18 samningar af 148 á um meðferð veðkrafna. Fasteignaeigendur eru því í miklum minnihluta, í þeim samningum sem tekið hafa gildi á árinu. Þá er athyglisvert að 117 samningar af 148 kveða á um 100% eftirgjöf óveðtryggðra krafna. Lesa meira

21.12.2016 : Hátíðarkveðjur og opnunartími

Umboðsmaður skuldara óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar.  Opið verður dagana milli jóla og nýárs frá klukkan 09:00-15:00.

9.12.2016 : Hæstiréttur ómerkti héraðsdóm frá 8. desember 2015 í dráttarvaxtamáli

Hæstiréttur ómerkti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. desember 2015, í máli nr. E-4849/2014, og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið til munnlegs málflutnings og dómsálagningar að nýju.

Lesa meira

5.10.2016 : Nýr dómur fallinn varðandi álagningu dráttarvaxta í greiðsluskjóli

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þann 26. október sl. í máli nr. E-203/2016 var ekki fallist á að Arion banka væri heimilt að leggja dráttarvexti á kröfur vegna þess tímabils sem skuldari naut tímabundinnar frestunar greiðslna, svokallaðs greiðsluskjóls.

Lesa meira

6.9.2016 : Eftirgjöf sem nemur 23,5 milljörðum króna

Embættið hefur tekið saman upplýsingar um fjárhæð krafna í samningum um greiðsluaðlögun og eftirgjöf þeirra.

Lesa meira

9.8.2016 : 3.000 samningar um greiðsluaðlögun

Miðað við stöðu mála þann 1. ágúst sl., þá hafa nú 3000 samningar um greiðsluaðlögun tekið gildi frá stofnun embættisins.

Lesa meira

7.7.2016 : Kynslóðaskipti í greiðsluaðlögun

Yfir helmingur umsækjenda um greiðsluaðlögun árið 2016 er yngri en 40 ára.

Lesa meira

29.6.2016 : Yfirlit yfir þróun umsókna árið 2016

Mikill fjöldi einstaklinga sækir um úrræði hjá embættinu í hverjum mánuði.

Lesa meira

24.6.2016 : Vaxtabætur 2016

Embætti umboðsmanns skuldara vill minna á ákvæði greiðsluaðlögunarsamninga um útgreiðslu vaxtabóta.
Lesa meira

17.3.2016 : Álagning dráttarvaxta í greiðsluskjóli

Ákveðið hefur verið að áfrýja héraðsdómi um álagningu dráttarvaxta á kröfur í greiðsluskjóli til Hæstaréttar. Embættið fagnar áfrýjuninni. Lesa meira

3.3.2016 : Opið fyrir framtalsskil

Búið er að opna fyrir framtalsskil einstaklinga á www.skattur.is og er frestur til að skila inn framtali til 15. mars. Þeim sem þurfa aðstoð við framtalsskil er bent á símaráðgjöf RSK í síma 442-1414 og skattadag Orators og Deloitte á Háskólatogi sunnudaginn 6. mars frá kl. 12:00-18:00. Lesa meira

26.1.2016 : Dráttarvextir í greiðsluskjóli

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að heimila beri álagningu dráttarvaxta vegna þess tímabils sem kröfur eru í greiðsluskjóli. 

Lesa meira