Fréttir

Fyrirsagnalisti

29.12.2017 : Ársskýrsla 2016

Arsskyrsla2016

Ársskýrsla umboðsmanns skuldara fyrir árið 2016 er komin út. Skýrsla ársins 2016 er með nokkuð breyttu sniði en ákveðið var að leggja meiri áherslu á að veita lesendum innsýn inn í starfsemi embættisins og þjónustu með myndrænni framsetningu.


Lesa meira

8.12.2017 : Símatími ráðgjafa

Sú breyting hefur verið gerð að ekki er lengur um fasta símatíma að ræða heldur er hægt að hringja hvenær sem er á opnunartíma og fá samband við ráðgjafa. 
Skrifstofan er opin milli kl. 9 og 15 alla virka daga. 

6.12.2017 : Umsóknir í nóvember 2017

Í nóvember bárust í heildina 107 umsóknir,  35  umsóknir um greiðsluaðlögun,  53 umsókn um ráðgjöf, 8 umsóknir um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og 11 erindi.

NovemberLesa meira

24.11.2017 : Lokaskýrsla Norrænu Velferðarvaktarinnar

Norræna velferðarvaktin hefur gefið út lokaskýrslu sína. Skýrslan er helguð árangri af starfi vinnuhópa eða verkefna á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Lesa meira

21.11.2017 : Ákvörðun Neytendastofu um að sekta E - content ehf. um 10 milljónir króna fyrir brot á fyrri ákvörðun stofnunarinnar staðfest.

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 26/2017. Í ákvörðun Neytendastofu lagði stofnunin 10 milljóna króna stjórnvaldssekt á E – content fyrir brot gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. E-content er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna Kredia, Smálán, 1909, Múla og Hraðpeninga. 

Lesa meira

9.11.2017 : Hæstaréttardómar um fyrningarslit í kjölfar gjaldþrotaskipta.

Þann 2. nóvember sl. féllu fimm dómar í Hæstarétti, þar sem Hæstiréttur í öllum málunum, féllst ekki á kröfur Lánasjóðs íslenskra námsmanna um fyrningarslit krafna í kjölfar gjaldþrotaskipta.

Lesa meira

6.11.2017 : Umsóknir í október 2017

Í október bárust í heildina 136 umsóknir,  55  umsóknir um greiðsluaðlögun,  54 umsókn um ráðgjöf, 17 umsóknir um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og 10 erindi.

Hér má nálgast mánaðarlegt minnisblað embættisins.


Oktober-2017


Lesa meira

9.10.2017 : Umsóknir í september 2017

Í september bárust í heildina 112 umsóknir,  35 umsóknir um greiðsluaðlögun,  57 umsókn um ráðgjöf, 17 umsóknir um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og 3 erindi.

Hér má sjá þróun umsókna frá janúar 2016 til og með september 2017

 September

Lesa meira

4.9.2017 : Umsóknir í ágúst

Í ágúst bárust í heildina 121 umsóknir,  43 umsóknir um greiðsluaðlögun,  58 umsókn um ráðgjöf, 15 umsóknir um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og 5 erindi.

Lesa meira

23.8.2017 : Fræðsla á vegum umboðsmanns skuldara

Eitt af verkefnum umboðsmanns skuldara er að veita alhliða fræðslu um fjármál heimilanna. 
Starfsmenn hafa bæði heimsótt hópa fagaðila og hópa einstaklinga og haldið fræðslufundi um þjónustu embættisins, fjármál og úrræði sem standa einstaklingum til boða. 
Hægt er að óska eftir fræðslu fyrir hópa með því að senda beiðni á netfangið ums@ums.is. 

Lesa meira

8.8.2017 : Umsóknir í júlí 2017

Í júlí bárust í heildina 104 umsóknir,  39 umsóknir um greiðsluaðlögun,  47 umsókn um ráðgjöf, 12  umsóknir um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og 6 erindi.

Lesa meira

11.7.2017 : Umsóknir í júní 2017

Í júní bárust  36 umsóknir um greiðsluaðlögun,  51 umsókn um ráðgjöf, 25  umsóknir um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og 4 erindi, umsóknarfjöldi þessi er svipaður og í júní á síðasta ári.

Lesa meira

15.6.2017 : Húsnæðisbætur

Vinnumálastofnun hefur frá 1. janúar 2017 annast afgreiðslu húsnæðisbóta en á vefnum husbot.is er hægt að kynna sér skilyrði húsnæðisbóta. 

Á vefnum er einnig reiknivél þar sem einstaklingar geta kannað rétt sinn til húsnæðisbóta.

Hægt er að sækja um  húsnæðisbætur á vefnum, til þess að sækja um húsnæðisbætur þarf að vera með íslykil eða rafræn skilríki.

13.6.2017 : Umsóknir í maí 2017

Í maí bárust 43 umsóknir um greiðsluaðlögun, 44 umsóknir um ráðgjöf, 17 umsóknir um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og 11 erindi, umsóknarfjöldi þessi er svipaður og í maí á síðasta ári.

Lesa meira

22.5.2017 : Greining á hópi örorkulífeyrisþega sem leitað hafa til umboðsmanns skuldara frá 2013 til 2017.

Um 30% þeirra sem leitað hafa til umboðsmanns skuldara frá árinu 2013 eru örorkulífeyrisþegar. Hlutfall þeirra hefur haldist nokkuð stöðugt á þessu tímabili.

Lesa meira

8.5.2017 : Umsóknir í apríl 2017

Í apríl bárust 38 umsóknir um greiðsluaðlögun, 50 umsóknir um ráðgjöf, 15 umsóknir um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og 9 erindi, þessi fjöldi umsókna er sambærilegur fjölda umsókna í apríl 2016.

 

Lesa meira

24.4.2017 : Dómur Hæstaréttar frá 6. apríl 2017 um gildi tveggja ára fyrningarreglu gagnvart ábyrgðarmanni.

Gjaldþrotaskiptum lauk á búi aðalskuldara í mars 2012. Í ágúst 2014 hóf Landsbankinn innheimtuaðgerðir á hendur P sem ábyrgðarmanni og í desember sama ár gaf hann út skuldabréf til Landsbankans til uppgjörs á ábyrgð sinni. Í málinu krafðist P að skuldabréfið yrði ógilt og Landsbankanum yrði gert að greiða sér tilgreinda fjárhæð sem hann hafði greitt umfram skyldu.

Í héraðsdómi, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna hans, var með vísan til 3. mgr. 165. gr. laga um gjaldþrotaskipti, talið að skuldbinding aðalskuldara hefði fallið niður fyrir fyrningu tveimur árum frá skiptalokum þrotabús hans. Að virtri 7. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda var sami fyrningarfrestur talinn gilda um P sem ábyrgðarmann skuldarinnar. Hefði krafa Landsbankans á hendur ábyrgðarmanni því verið fallin niður fyrir fyrningu þegar bankinn hóf innheimtuaðgerðir sínar í ágúst 2014. Að þessu gættu og með hliðsjón af yfirlýsingu Landsbankans við flutning málsins fyrir Hæstarétti var jafnframt talið að skuldbinding ábyrgðarmanns væri niður fallin og að hann ætti rétt á þeirri endurgreiðslu sem hann krafðist.

Hér  má lesa dóminn í heild.


10.4.2017 : Umsóknir í mars 2017

Í mars bárust 54 umsóknir um greiðsluaðlögun, 71 umsóknir um ráðgjöf, 20 umsóknir um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og 34 erindi, þar af voru 19 stofnuð  vegna fræðslu- og kynningarmála.

Umboðsmanni skuldara hafa borist 352 umsóknir um úrræði það sem af er ári 2017. Um nokkra aukningu umsókna er að ræða miðað við fyrsta ársfjórðung áranna 2015 og 2016. Mestu munar um umsóknir um greiðsluaðlögun en 114 umsóknir um greiðsluaðlögun bárust fyrstu þrjá mánuði ársins og þarf að líta aftur til ársins 2013 til að sjá meiri fjölda umsókna um greiðsluaðlögun. 


Lesa meira

31.3.2017 : Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála í máli smálánafyrirtækja

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu frá 14. nóvember 2016. 

Talið er að E- content ehf. sem er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna 1909, Múla og Hraðpeninga hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán nr. 33/2014.


Lesa meira
Picture4

30.3.2017 : Ráðstefna um fjármálalæsi

Vikan 27. mars til 2. apríl er alþjóðleg fjármálalæsisvika. Af því tilefni var haldin ráðstefna um fjármálalæsi í Háskólabíói í gær 29. mars. Ásta S. Helgadóttir umboðsmaður skuldara hélt þar erindi sem bar yfirskriftina „Er ung fólk í skuldavanda?“

Meðal þess sem fram kom í erindinu var að árið 2016 voru 25% umsækjenda um greiðsluaðlögun yngri en 30 ára en árið 2012 var hlutfall þessa hóps aðeins 5%.

Greining á þessum hóp leiðir í ljós að oftast er um að ræða tekjulága einstaklinga, á leigumarkaði sem skulda neysluskuldir sem oft eru með óhagstæðum lánaskilmálum. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig aldursskipting umsækjenda um greiðsluaðlögun hefur þróast frá 2012 til 2016.


Picture4


Lesa meira
Síða 1 af 2