Fréttir

Fyrirsagnalisti

10.12.2018 : Kladdinn - útgjaldadagbókin þín

Umboðsmaður skuldara kynnir " Kladdann " ! Kladdinn_mynd

Kladdinn er lítil og handhæg útgjaldadagbók sem ætlað er að aðstoða einstaklinga við að fá góða yfirsýn yfir útgjöld sín frá viku til viku. 

Að skrifa niður öll útgjöld í ákveðinn tíma er góð leið til sjá í hvað peningarnir eru í raun að fara og hvar væri mögulega hægt að skera niður neyslu, láta peningana duga betur og jafnvel gera fólki kleift að leggja fyrir. 

Það er tilvalið að nota Kladdann til að skrá niður útgjöld næstu vikna og hafa þannig góða stjórn á útgjöldum tengdum jólahaldi. 

Hér er hægt að sækja pdf. útgáfu af Kladdanum en einnig er hægt að nálgast útprentað eintak á skrifstofu okkar að Kringlunni 1, eða óska eftir að fá sent eintak.


Lesa meira

23.11.2018 : Áhyggjulaus jól !

Nú stendur undirbúningur jóla sem hæst hjá flestum landsmönnum. Jólin geta verið kostnaðarsöm og eru hjá mörgum einn útgjaldamesti tími ársins. 

Að skipuleggja kaup á jólagjöfum og gera áætlun um kostnað fyrir jólamatinn og aðra viðburði getur bæði gefið okkur betri yfirsýn yfir hvað við erum að setja peningana okkar í og dregið úr áhyggjum af háum reikningum í kjölfar jóla.

Við höfum tekið saman nokkur góð ráð sem allir geta haft gagn af. 

Lesa meira

12.10.2018 : Heimsókn ráðherra

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra heimsótti embætti umboðsmanns skuldara í  gær. 

Í heimsókninn var farið yfir þau verkefni sem embættið hefur umsjón með, stöðu þeirra og það sem framundan er hjá embættinu.


20181011_151250


11.10.2018 : Lokað vegna starfsdags

Föstudaginn 12. október lokar skrifstofa umboðsmanns skuldara kl. 12:30 vegna starfsdags. Við opnum aftur kl. 9:00 mánudaginn 15. október.  Lesa meira

8.10.2018 : Vegferðin frá hruni

Föstudaginn 5. október birtist í Fréttablaðinu grein eftir Ástu S. Helgadóttur. Greinin er skrifuð í tilefni þess að þann 6. október voru liðin 10 ár frá efnahagshruninu. Í greininni lítur Ásta yfir farinn veg, þau verkefni sem embættinu hafa verið falin, þær áskoranir sem embættið hefur mætt  og stöðu embættisins í dag.
Vegferdin-fra-hruni
Lesa meira

5.10.2018 : Minnisblað 1. október 2018

Gefið hefur verið út mánaðarlegt minnisblað embættis umboðsmanns skuldara miðað við 1. október 2018.  Í minnisblaðinu segir frá hver staðan er hjá embættinu um þessar mundir og hvernig umsóknafjöldi hefur þróast undanfarið. Lesa meira

6.9.2018 : Umsóknir um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika í ágúst 2018

Í ágúst bárust  í heildina 118 umsóknir um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika, þar af voru 36 umsóknir um greiðsluaðlögun, 66 umsóknir um ráðgjöf og 16 umsóknir um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. 

Frá 1. janúar til 1. september hefur embættinu í heild borist 961 umsókn, á sama tímabili á árinu 2017 höfðu borist 908 umsóknir um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika. 

Hér má lesa minnisblað ágústmánaðar í heild.

Agust-2018


Lesa meira

3.8.2018 : Fjöldi umsókna í júlí

Í júlímánuði bárust 125 umsóknir til umboðsmanns skuldara, þar sem einstaklingar óska aðstoðar embættisins við úrlausn á fjárhagsvanda sínum. 


Lesa meira

6.7.2018 : Staða mála hjá umboðsmanni skuldara

Í júní  bárust embættinu 94  umsóknir um úrræði.  Þar af eru 28 umsóknir um greiðsluaðlögun, 51 umsókn um ráðgjöf og 15 umsóknir um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. 

Juni17


Lesa meira

6.6.2018 : Staða mála hjá umboðsmanni skuldara

Í maí bárust embættinu 135 umsóknir um úrræði.  Þar af eru 35 umsóknir um greiðsluaðlögun, 79 umsóknir um ráðgjöf og 21umsóknir um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Í maí á síðasta ári bárust 104 umsóknir um úrræði, fjölgun umsókna í maí má rekja til umsókna um ráðgjöf en í maí 2017 voru umsóknir um ráðgjöf 44 en eins og áður segir voru þær 79 í nýliðnum maí mánuði. 


Minnisblad_-juni 

Lesa meira

11.5.2018 : Staða mála hjá umboðsmanni skuldara

Það sem af er þessu ári hafa borist 486 umsóknir um úrræði. Þar af eru 131 umsókn um greiðsluaðlögun, 290 umsóknir um ráðgjöf og 65 umsóknir um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. 

1.-mai-2018
Lesa meira

20.4.2018 : Í kjölfar dóms Hæstaréttar

Embættið hefur nú sent bréf til yfir 2000 einstaklinga sem sóttu um greiðsluaðlögun og nutu í kjölfarið svokallaðs greiðsluskjóls, en málum hlutaðeigandi lauk ekki með samningi um greiðsluaðlögun. Með bréfinu vill embættið upplýsa um dóm Hæstaréttar, um að óheimilt hafi verið að krefjast dráttarvaxta af kröfum á því tímabili sem einstaklingur hafði notið greiðsluskjóls. Allar nánari upplýsingar má finna á forsíðu embættisins undir umfjöllun " dráttarvextir í greiðsluskjóli ".

10.4.2018 : Staða mála hjá umboðsmanni skuldara

Það sem af er þessu ári hafa borist 377 umsóknir um úrræði. Þar af eru 101 umsókn um greiðsluaðlögun, 221 umsókn um ráðgjöf og 55 umsóknir um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Umsóknarfjöldi þessara þriggja fyrstu mánaða ársins er svipaður og verið hefur síðustu ár. 


1.-april-2018
Lesa meira

12.3.2018 : Í kjölfar dóms um dráttarvexti

Í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 8. mars sl., um að kröfuhafa hafi verið óheimilt að krefjast greiðslu dráttarvaxta á meðan svokallað greiðsluskjól stendur yfir í úrræði greiðsluaðlögunar, hefur embættið sett sig í samband við kröfuhafa og leitar nú upplýsinga um hvert einstaklingar geti beint fyrirspurnum sínum varðandi uppgjör við kröfuhafa í kjölfar þess að greiðsluskjóli lauk án þess að samningur hafi komist á.

Embættið mun fylgja þessu máli eftir og birta hér á heimasíðunni nánari leiðbeiningar þegar upplýsingar hafa fengist frá kröfuhöfum.

Embættið vill vekja athygli á því að kröfuhafar hafa almennt ekki beitt álagningu dráttarvaxta á kröfur í greiðsluskjóli ef máli lýkur með samningi um greiðsluaðlögun. 

8.3.2018 : Óheimilt að krefjast dráttarvaxta.

Hæstiréttur staðfesti í dag þá túlkun umboðsmanns skuldara að óheimilt sé að krefjast dráttarvaxta á meðan á frestun greiðslna, svokallað greiðsluskjól, stendur yfir í úrræði greiðsluaðlögunar. 

Ljóst er að ákveðnir kröfuhafar töldu sig hafa heimild til að krefjast dráttarvaxta vegna þessa tímabils þegar greiðsluaðlögunarmáli lauk án samnings um greiðsluaðlögun.

Embættið fagnar þessari niðurstöðu og hvetur einstaklinga sem kunna að hafa verið krafnir um greiðslu dráttarvaxta vegna þess tímabils sem greiðsluskjól stóð yfir, að hafa samband við hlutaðeigandi kröfuhafa.

Hér má lesa dóminn í heild. 

 

Lesa meira

27.2.2018 : Ungt fólk og smálán

Embættið greindi frá því á dögunum að fjöldi þeirra sem sóttu eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara hefur verið að aukast frá árinu 2015. Þetta má að hluta til rekja til aukins fjölda yngra fólks sem er jafnframt sá hópur sem tekur frekar smálán. Á síðustu vikum hefur verið mikil og góð umræða um smálán og þann hóp sem hvað helst tekur smálán.  
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra kynnti greinargerð umboðsmanns skuldara sem snýr að töku ungs fólks á smálánum á fundi ríkisstjórnar sl. föstudag. Ásmundur Einar telur að aðgerða sé þörf og mikilvægt að taka höndum saman, þvert á ráðuneyti og málaflokka og sem fyrst til að koma í veg fyrir að staðan versni enn frekar.

 

 

Lesa meira

7.2.2018 : Áskorun um þátttöku í fjámálalæsishluta PISA.

Stofnun um fjármálalæsi, Neytendasamtökin, Heimili og skóli, Samtök fjármálafyrirtækja, Umboðsmaður skuldara og Landssamtök lífeyrissjóða skora á menntamálaráðherra að taka þátt í fjármálalæsishluta PISA könnunarinnar árið 2021.

Lesa meira

16.1.2018 : Staða mála hjá umboðsmanni skuldara

Í nýjasta minnisblaði embættisins má kynna sér ýmsar tölulegar upplýsingar frá embættinu. 

Í desember bárust í heildina 80 umsóknir,  19  umsóknir um greiðsluaðlögun,  40 umsókn um ráðgjöf, 13 umsóknir um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og 8 erindi.


Desember-2017

Lesa meira

5.1.2018 : Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækka í 520.000 kr.

Hámark greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði til foreldra í fæðingarorlofi hefur verið hækkað sem nemur 20.000 kr. á mánuði. Kveðið er á um hækkanir fæðingarorlofsgreiðslna og fæðingarstyrks í reglugerð félags- og jafnréttismálaráðherra sem tók gildi 1. janúar sl.

Hér má sjá frétt á hvef Stjórnarráðsins.

Lesa meira

4.1.2018 : Skattar,gjöld og bætur árið 2018

Skattar,-gjold-og-baetur-2018Upplýsingar um staðgreiðslu, barnabætur, vaxtabætur o.fl. á árinu 2018 eru nú aðgengilegar á heimasíðu Ríkisskattstjóra. 


Lesa meira