Fréttir

Ákvörðun Neytendastofu um að sekta E - content ehf. um 10 milljónir króna fyrir brot á fyrri ákvörðun stofnunarinnar staðfest.

21.11.2017

Þann 31. mars sögðum við frá því að úrskurðarnefnd neytendamála hefði staðfest ákvörðun Neytendastofu um að sekta E - Content ehf. fyrir brot gegn lögum um neytendalán. Hér má lesa fyrri fréttina.

Neytendastofa taldi að E - Content ehf. hefði ekki sýnt fram á að farið hefði verið að fyrri ákvörðun stofnunarinnar hvað varðar upplýsingagjöf til neytenda og kostnað sem lagður er á lán frá félaginu. Neytendastofa lagði því stjórnvaldssekt á fyrirtækið. Neytentastofa kvað að auki á um að félagið skyldi greiða dagsektir yrði háttseminni ekki hætt.


Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur nú staðfest ákvörðun Neytendastofu að öllu leyti. 

Hér má lesa úrskurð áfrýjunarnefndar í heild.