Fréttir

Ársskýrsla 2016

29.12.2017

Arsskyrsla2016Ársskýrsla umboðsmanns skuldara fyrir árið 2016 er komin út. Skýrsla ársins 2016 er með nokkuð breyttu sniði en ákveðið var að leggja meiri áherslu á að veita lesendum innsýn inn í starfsemi embættisins og þjónustu með myndrænni framsetningu. Í skýrslunni er að finna ýmsar tölulegar upplýsingar um þau úrræði sem embættið vinnur með og einnig greiningu á þeim hópi sem til embættisins leitar. Ferli greiðsluaðlögunar hefur verið teiknað upp skref fyrir skref og sýnidæmi sett upp sem lýsa úrræðum ráðgjafar og greiðsluaðlögunar með einföldum hætti. Það er von embættisins að framsetning þessi bæði veki bæði áhuga lesenda og auki almennt skilning á starfsemi embættisins.


Hér má skoða skýrsluna á pdf. formi eða í Issuu.

Ársskýrsla 2016 (pdf.)

Ársskýrsla 2016 (issuu.com)