Fréttir

Fjöldi umsókna í júlí

Aukinn fjöldi umsókna

3.8.2018

Í júlímánuði bárust 125 umsóknir til umboðsmanns skuldara, þar sem einstaklingar óska aðstoðar embættisins við úrlausn á fjárhagsvanda sínum.  38 umsóknir bárust um greiðsluaðlögun, 73 um ráðgjöf og 14 um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar.  Þar með hafa 843 umsóknir borist fyrstu 7 mánuði ársins 2018 en voru 792 á sama tíma í fyrra.  Á árinu hafa 496 umsóknir borist um ráðgjöf, 232 um greiðsluaðlögun og 115 um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar.

Af þessum 125 umsækjendum eru 65 karlar og 60 konur.

Stærsti aldurshópurinn í umsóknum í júlí eru einstaklingar á aldrinum 30-39 ára eða 41%, næst stærsti hópurinn er svo 18-29 ára 22%.  18% umsækjenda eru á aldrinum 40-49 ára og 11% 50-59 ára, 8% eru 60 ára eða eldri.  

Nánari upplýsingar um stöðu mála hjá embættinu má finna í minnisblaði 1.8.2018
http://www.ums.is/um-embaettid/tolulegar-upplysingar/