Fréttir

Fræðsla á vegum umboðsmanns skuldara

23.8.2017

Eitt af verkefnum umboðsmanns skuldara er að veita alhliða fræðslu um fjármál heimilanna. 
Starfsmenn hafa heimsótt hópa fagaðila sem og hópa einstaklinga og haldið fræðslufundi um þjónustu embættisins, fjármál og úrræði sem standa einstaklingum til boða. 
Hægt er að óska eftir fræðslu fyrir hópa með því að senda beiðni á netfangið ums@ums.is.