Fréttir

Greining á hópi örorkulífeyrisþega sem leitað hafa til umboðsmanns skuldara frá 2013 til 2017.

22.5.2017

Um 30% þeirra sem leitað hafa til umboðsmanns skuldara frá árinu 2013 eru örorkulífeyrisþegar. Hlutfall þeirra hefur haldist nokkuð stöðugt á þessu tímabili.

Aldurs skipting þessa hóps hefur lítið breyst og eru flestir í þessum hóp á aldrinum 30-59 ára.  

Meirihlutinn býr í leiguhúsnæði og hefur hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsnæði hækkað úr 23% árið 2013 í 74% það sem af er árinu 2017. Hlutfall þeirra sem búa í eigin fasteign hefur lækkað úr 38% árið 2013 í 9 % það sem af er árinu 2017.

Athygli vekur að tekjur þessa hóps hafa lítið breyst frá árinu 2013 en þá voru meðal tekjur 253.322 kr. en það sem af er árinu 2017 eru meðal tekjur 269.783 kr. Sveiflur meðaltekna milli ára má skýra með mismunandi fjölskyldusamsetningu umsækjenda.

Þá vekur einnig athygli að meðaltal eigna var 7.556.129 kr. árið 2013 en það sem af er ári 2017 er meðaltal eigna 2.712.709 kr. Meðaltal krafna árið 2013 var 13.626.748 kr. og vanskil 3.661.982 kr. en meðaltal krafna árið 2017 er 7.405.421 kr. og meðaltal vanskila 4.313.747 kr.


Medaltal