Fréttir

Lokaskýrsla Norrænu Velferðarvaktarinnar

24.11.2017

Norræna velferðarvaktin hefur gefið út lokaskýrslu sína. Skýrslan er helguð árangri af starfi vinnuhópa eða verkefna á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Norræna velferðarvaktin var rannsóknarverkefni í formennskuáætlun Íslands 2014 og náði til þriggja ára.

Markmið verkefnisins var að finna betri leiðir til að mæla og fylgjast með velferð borgaranna, rannsaka áhrif fjármalaþrenginga og tengdra afleiðinga á norrænu velferðarkerfin og kortleggja hlutverk félagsþjónustu við hverskonar vá.

Í skýrslunni er meðal annars fjallað um hvernig norræn velferðarkerfi eru undirbúin undir hverskonar vá með sérstaka áherslu á hlutverk félagsþjónustu. Í því samhengi var dregin lærdómur af starfi Velferðarvaktarinnar sem stofnsett var hér á landi í kjölfar efnahagskreppunnar, umboðsmaður skuldara er einn þeirra aðila sem standa að Velferðarvaktinni.

Hér má lesa frétt um skýrsluna á vef Stjórnarráðsins og hér má nálgast skýrsluna í heild. 

Forsíða skýrslunnar

Velvakt