Fréttir

Óheimilt að krefjast dráttarvaxta.

8.3.2018

Hæstiréttur staðfesti í dag þá túlkun umboðsmanns skuldara að óheimilt sé að krefjast dráttarvaxta á meðan á frestun greiðslna, svokallað greiðsluskjól, stendur yfir í úrræði greiðsluaðlögunar. 

Ljóst er að ákveðnir kröfuhafar töldu sig hafa heimild til að krefjast dráttarvaxta vegna þessa tímabils þegar greiðsluaðlögunarmáli lauk án samnings um greiðsluaðlögun.

Embættið fagnar þessari niðurstöðu og hvetur einstaklinga sem kunna að hafa verið krafnir um greiðslu dráttarvaxta vegna þess tímabils sem greiðsluskjól stóð yfir, að hafa samband við hlutaðeigandi kröfuhafa.

Hér má lesa dóminn í heild.