Fréttir

Ungt fólk og smálán

27.2.2018

Í greinargerð umboðsmanns skuldara sem gerð var fyrir ráðherra er að finna ítarlega greiningu á stöðu þess hóps sem hefur verið að stækka hjá embættinu. 

Í greiningu umboðsmanns kemur  m.a. fram að meirihluti þess unga fólks (18 – 29 ára) sem sótti um greiðsluaðlögun á liðnu ári bjó í leiguhúsnæði, þar af allmargir í félagslegu leiguhúsnæði. Aðeins 2,8% bjuggu í eigin fasteign og margir bjuggu í foreldrahúsum. Þorri hópsins hafði ekki lokið menntun umfram grunnskólapróf, fæstir voru í skóla, aðeins um 34% hópsins voru í vinnu og rúmur fjórðungur ungmennanna voru örorkulífeyrisþegar.

Ráðherra hefur skrifað blaðagrein um málið sem birtist í Morgublaðninu 24. febrúar .  

Grein ráðherra í heild má lesa hér