Að semja við kröfuhafa

Áður en farið er á fund kröfuhafa til að semja um lægri greiðslubyrði eða frestun á greiðslum er lykilatriði að undirbúa sig vel. 

Skrifaðu niður þau atriði sem þú vilt ræða, hvort sem það eru vaxtakjör, fjöldi afborgana, upphæðir eða tímasetningar. 

Við undirbúning þarf að setja sér raunhæf markmið, eins og það hversu mikið hægt er að greiða í samkomulaginu við kröfuhafa. Ef samningur við kröfuhafa byggir á óraunhæfum væntingum um greiðslugetu er líklegt að ekki verði staðið við samninginn og er hann þá til lítils. 

Leitaðu þér upplýsinga á heimasíðu kröfuhafa um möguleg úrræði vegna greiðsluerfiðleika. Athugið að oft er hægt að semja um aðrar lausnir en þar koma fram.

Þær kröfur sem falla utan greiðsluaðlögunar og umsjónarmaður getur ekki samið um í samningi um greiðsluaðlögun er nauðsynlegt að semja um við viðkomandi kröfuhafa. Þeir aðilar sem oftast um ræðir eru Innheimtustofnun sveitarfélaga vegna meðlagsskuldar, Lánasjóður íslenskra námsmanna vegna námslána, Tollstjóri vegna vangreiddra opinberra gjalda og sýslumenn vegna vangreiddra sekta. 

Innheimtustofnun sveitarfélaga

Til þess að semja um greiðslur af skuld vegna meðlags er nauðsynlegt að sækja um það með umsókn þar um til stjórnar Innheimtustofnunar. Með umsókninni ber að leggja fram nýjasta skattframtal og þrjá nýjustu launaseðla. Þá er heimilt að styðja umsóknina frekari gögnum eins og t.d. læknisvottorði. Umsóknina má nálgast á heimasíðu Innheimtustofnunar.

Tollstjóri

Hægt er að semja við Tollstjóra um gjaldfallna skatta með því að gera greiðsluáætlun um endurgreiðslu kröfunnar. Þeir sem fara í greiðsluaðlögun einstaklinga þurfa að semja við Tollstjóra um þær kröfur sem falla utan greiðsluaðlögunar. Þá er einnig nauðsynlegt að gera samkomulag um endurgreiðslu á kröfum vegna sekta hjá þeim sýslumannsembættum sem annast innheimtu á þeim.

LÍN

Þeir sem eru í verulegum fjárhagsörðugleikum geta sótt um undanþágu frá afborgun námsláns hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Í samningi um greiðsluaðlögun er heimilt að kveða á um að afborganir og vextir af námslánum falli niður á tímabili greiðsluaðlögunar. 


Að semja við kröfuhafa

Ef núverandi greiðslubyrði er of þung eða þú sérð fram á að endar muni ekki ná saman getur verið kostur að ná að semja við kröfuhafa um greiðslur. 

Áður en farið er á fund kröfuhafa til að semja um lægri greiðslubyrði eða frestun á greiðslum er lykilatriði að undirbúa sig vel. 

Skrifaðu niður þau atriði sem þú vilt ræða, hvort sem það eru vaxtakjör, fjöldi afborgana, upphæðir eða tímasetningar. 

Við undirbúning þarf að setja sér raunhæf markmið, eins og það hversu mikið hægt er að greiða í samkomulaginu við kröfuhafa. Ef samningur við kröfuhafa byggir á óraunhæfum væntingum um greiðslugetu er líklegt að ekki verði staðið við samninginn og er hann þá til lítils. 

Leitaðu þér upplýsinga á heimasíðu kröfuhafa um möguleg úrræði vegna greiðsluerfiðleika. Athugið að oft er hægt að semja um aðrar lausnir en þar koma fram.

Þær kröfur sem falla utan greiðsluaðlögunar og umsjónarmaður getur ekki samið um í samningi um greiðsluaðlögun er nauðsynlegt að semja um við viðkomandi kröfuhafa. Þeir aðilar sem oftast um ræðir eru Innheimtustofnun sveitarfélaga vegna meðlagsskuldar, Lánasjóður íslenskra námsmanna vegna námslána, Tollstjóri vegna vangreiddra opinberra gjalda og sýslumenn vegna vangreiddra sekta. 

Innheimtustofnun sveitarfélaga

Til þess að semja um greiðslur af skuld vegna meðlags er nauðsynlegt að sækja um það með umsókn þar um til stjórnar Innheimtustofnunar. Með umsókninni ber að leggja fram nýjasta skattframtal og þrjá nýjustu launaseðla. Þá er heimilt að styðja umsóknina frekari gögnum eins og t.d. læknisvottorði. Umsóknina má nálgast á heimasíðu Innheimtustofnunar.

Tollstjóri

Hægt er að semja við Tollstjóra um gjaldfallna skatta með því að gera greiðsluáætlun um endurgreiðslu kröfunnar. Þeir sem fara í greiðsluaðlögun einstaklinga þurfa að semja við Tollstjóra um þær kröfur sem falla utan greiðsluaðlögunar. Þá er einnig nauðsynlegt að gera samkomulag um endurgreiðslu á kröfum vegna sekta hjá þeim sýslumannsembættum sem annast innheimtu á þeim.

LÍN

Þeir sem eru í verulegum fjárhagsörðugleikum geta sótt um undanþágu frá afborgun námsláns hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Í samningi um greiðsluaðlögun er heimilt að kveða á um að afborganir og vextir af námslánum falli niður á tímabili greiðsluaðlögunar.