Greiðsluerfiðleikar

Allir geta lent í þeim aðstæðum að ráða ekki lengur við
fjárhagsskuldbindingar sínar. Ástæðan getur t.d. verið vegna minni tekna, veikinda eða skilnaðar. Hver sem ástæðan er, er mikilvægt að bregðast við sem fyrst. Með umsókn um ráðgjöf eða greiðsluaðlögun getur umboðsmaður skuldara vonandi aðstoðað þig við að komast úr greiðsluerfiðleikum. Ef þú ert að koma í viðtal til umboðsmanns skuldara er gott að undirbúa sig.


Ráðgjöf

Eitt af hlutverkum umboðsmanns skuldara er að veita einstaklingum sem eiga í greiðsluerfiðleikum ókeypis ráðgjöf. Hún felst m.a. í gerð greiðsluerfiðleikamats til að öðlast heildarsýn yfir fjármálin og að leita leiða til lausnar á fjárhagsvanda. 

Lesa meira

Greiðsluaðlögun einstaklinga

Markmið með greiðsluaðlögun er að gera einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endurskipuleggja fjármál sín og koma jafnvægi á milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að skuldari geti staðið við skuldbindingar sínar um fyrirsjáanlega framtíð.

Lesa meira