Heimilisbókhald

Það er skynsamlegt að færa heimilisbókhald og gera eins raunhæfar áætlanir og unnt er um mögulega greiðslugetu í framtíðinni. Það er einnig gagnlegt til að fá betri yfirsýn yfir framfærslukostnað fjölskyldunnar og fjármálin í heild. Það er því mikilvægt atriði til að hafa yfirsýn yfir fjármálin og góð leið til þess er að færa heimilisbókhald. Þá er unnt að sjá í hvað peningarnir fara og hvort unnt sé að spara. Þetta er vinna sem borgar sig.

Það er gott að byrja á að færa einfalt heimilisbókhald og síðan að hafa það viðameira og setja sér ákveðin markmið.

Hér getur þú sótt Excel-skjal til þess að setja upp þitt eigið heimilisbókhald.

Einfalt heimilisbókhald sem auðvelt er að byrja að prófa sig áfram

Flóknara heimilisbókhald með markmiðum