Fjárhagsáhyggjur og lausnir á tímum Covid - 19
Líf okkar flestra hefur nú tekið nokkrum breytingum á síðustu vikum, samkomubann og aðrar sóttvarnaraðgerðir lita okkar daglega líf og munu gera það í einhvern tíma til viðbótar.
Margir standa frammi fyrir tekjumissi að einhverju marki og öðrum efnahagsþrengingum sem geta haft mikil áhrif á fjárhag heimilisins.
Áhyggjur af fjármálum leggjast að jafnaði illa í fólk og geta valdið kvíða og vanlíðan.
Staða okkar er misjöfn og það er mikilvægt að kynna sér sér vel þær lausnir sem standa til boða og nýta sér þær sem gangast best.
Fyrst og fremst
Reyndu að láta ekki áhyggjur af COVID – 19 verða yfirþyrmandi. Forgangsraðaðu líkamlegri og andlegri heilsu þinni, stundaðu hreyfingu eftir bestu getu og vertu í góðu sambandi við þitt stuðningsnet með aðstoð tækninnar ef þarf.
Leitaðu aðstoðar ef áhyggjurnar verða yfirþyrmandi
- Talaðu við einhvern sem þú treystir.
- Hringdu í hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða nýttu þér netspjall.
- Hafðu sambandi við okkur hjá UMS í síma 512-6600, sendu okkur fyrirspurn í gegnum vefinn eða óskaðu eftir símtali.
Hvað þýðir þetta fyrir persónuleg fjármál hvers og eins ?
Þegar kemur að persónulegum fjármálum hvers og eins er ljóst að við stöndum misjafnlega sterk bæði fjárhagslega og félagslega og því munu áhrif þessa tímabundna ástands hafa misjöfn áhrif á afkomu okkar, andlega líðan og heilsu.
Mikilvægt er að fara vel yfir fjárhagsstöðu heimilisins, kynna sér vel þau úrræði sem standa til boða og taka upplýsta ákvörðun um hvað kemur sér best fyrir fjárhag heimilisins.
Óvissa
Flest eigum við það sameiginlegt að eiga erfitt með að takast á við óvissu og að búa við fjárhagslega óvissu er ekki gott. Sumir standa jafnvel frammi fyrir því þurfa að þola skert starfshlutfall og þar með lækkun á tekjum, atvinnumissi eða eru jafnvel búnir að missa vinnuna.
Hvað get ég gert?
Þegar við stöndum frammi fyrir mögulegum breytingum eða óvissu hvað varðar fjárhag okkar er gott að undirbúa sig vel ef ráðrúm er til.
Taktu stjórnina
Ef þú stendur frammi fyrir að missa tekjur:
- Kannaðu hvaða rétt þú átt hvað varðar veikindi og greiðslur atvinnuleysisbóta.
- Gera ráðstafanir með því að draga saman neyslu. Gott er að setja saman heimilisbókhald og fara í gegnum regluleg útgjöld og neyslumunstur og skoða hvort hægt er að leggja til hliðar. Hér væri t.d. hægt að nýta sér Kladdann.
- Ef sparnaður er til staðar er gott að gera áætlun um hversu lengi hann gæti dugað ef kæmi til tekjuskerðingar.
- Gerðu lista yfir allar skuldbindingar og greiðslur sem eru framundan
Ef þú sérð ekki fram á að geta staðið við allar þínar skuldbindingar hafðu þá strax samband við lánveitendur/kröfuhafa og leitaðu lausna
Lausnir sem lánveitendur hafa kynnt
Bankar og lífeyrissjóðir
Bæði bankar og lífeyrissjóðir hafa stigið fram og bjóða nú uppá ýmsar lausnir fyrir viðskiptavini sína og hvetjum við einstaklinga til að kynna sér þær lausnir sem eru í boði hjá lánveitendum sínum.
Þjónusta UMS
Þjónusta UMS stendur öllum til boða endurgjaldslaust.
Við hvetjum einstaklinga sem þurfa á aðstoð okkar að halda til að nýta sér rafrænar lausnir.
Síminn hjá okkur er opinn alla daga frá kl. 9 – 15, númerið er 512-6600