Fara í efni

Fjárhagsáhyggjur og erfiðleikar á óvissutímum

Við stöndum nú frammi fyrir fordæmalausum tímum í okkar samfélagi.

 COVID – 19 hefur áhrif á okkar daglega líf og mun hafa mikil áhrif á samfélagið í heild, ekki síst efnahagsleg.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að beita sér fyrir markvissum aðgerðum til að mæta þeim efnahagslegu áskorunum sem samfélagið mun standa frammi fyrir.
Boðað hefur verið til víðtæks samstarfs ríkis, sveitarfélaga, fagaðila og hagsmunaaðila um allt land svo tryggja megi öryggi og nauðsynlega þjónustu fyrir þá sem mest þurfa á henni að halda m.a. fatlað fólk, aldraða og börn og fjölskyldur. Þá hefur verið kynnt viðbragðsteymi um þjónustu við viðkvæma hópa sem mun vinna með markvissum hætti.

Kynntar hafa verið aðgerðir sem ætlað er að vernda og styðja við einstaklinga og fjölskyldur vegna erfiðra aðstæðna. 

Hlutastarfaleiðin

hlutastarf - dæmi

Laun í sóttkví 

Laun í sóttkví

Barnabótaauki 

Barnabótaauki

Úttekt séreignarsparnaðar

Við höfum tekið saman gagnlegar upplýsingar úttekt á séreignarsparnaði og aðra ráðstöfunarmöguleika. 

Úttekt séreignasparnaðar

Við munum uppfæra vefsíðu okkar þegar nánari útfærsla á þessum aðgerðum liggur fyrir.

Fyrst og fremst

Reyndu að láta ekki áhyggjur af COVID – 19 verða yfirþyrmandi. Forgangsraðaðu líkamlegri og andlegri heilsu þinni, stundaðu hreyfingu eftir bestu getu og vertu í góðu sambandi við þitt stuðningsnet með aðstoð tækninnar ef þarf. 

Hvað þýðir þetta fyrir persónuleg fjármál hvers og eins ?

Þegar kemur að persónulegum fjármálum hvers og eins er ljóst að við stöndum misjafnlega sterk bæði fjárhagslega og félagslega og því munu áhrif þessa tímabundna ástands hafa misjöfn áhrif á afkomu okkar, andlega líðan og heilsu. 

Mikilvægt er að fara vel yfir fjárhagsstöðu heimilisins, kynna sér vel þau úrræði sem standa til boða og taka upplýsta ákvörðun um hvað kemur sér best fyrir fjárhag heimilisins. 

Óvissa

Flest eigum við það sameiginlegt að eiga erfitt með að takast á við óvissu og að búa við fjárhagslega óvissu er ekki gott.   

Sumir standa jafnvel frammi fyrir því þurfa að þola skert starfshlutfall og þar með lækkun á tekjum, atvinnumissi eða eru jafnvel búnir að missa vinnuna.

Hvað get ég gert?

Þegar við stöndum frammi fyrir mögulegum breytingum eða óvissu hvað varðar fjárhag okkar er gott að undirbúa sig vel ef ráðrúm er til.

Taktu stjórnina

Ef þú stendur frammi fyrir að missa tekjur:

  1. Kannaðu hvaða rétt þú átt hvað varðar veikindi og  greiðslur atvinnuleysisbóta
  2. Gera ráðstafanir með því að draga saman neyslu. Gott er að setja saman heimilisbókhald og fara í gegnum regluleg útgjöld og neyslumunstur og skoða hvort hægt er að leggja til hliðar. Hér væri t.d. hægt að nýta sér Kladdann.
  3. Ef sparnaður er til staðar er gott að gera áætlun um hversu lengi hann gæti dugað ef kæmi til tekjuskerðingar.
  4. Gerðu lista yfir allar skuldbindingar og greiðslur sem eru framundan

Lausnir lánveitenda

LÍN

Greiðendur:

  • Heimildir sjóðsins við mat á umsóknum um undanþágu frá afborgunum vegna verulegra fjárhagsörðugleika hafa verið rýmkaðar.
  • Innheimtuaðgerðum verður seinkað.

Námsmenn:

  • Umsóknarfrestur um lánslána lengdur til 1. maí. 
  • Heimild fyrir sjóðin til að taka til greinar annars konar staðfestingu á skóla ástundun hefur verið samþykkt.  
  • Hægt verður að sækja um auka ferðalán vegna sérstakra aðstæðna í kjölfar COVID - 19

Við hvetjum einstklinga til að kynna sér aðgerðir LÍN nánar

Bankar og lífeyrissjóðir

Bæði bankar og lífeyrissjóðir hafa stigið fram og bjóða nú uppá ýmsar lausnir fyrir viðskiptavini sína og hvetjum við einstaklinga til að kynna sér þær lausnir sem eru í boði hjá lánveitendum sínum. 

Arion banki 

Landsbanki 

Íslandsbanki

Þjónusta UMS

Þjónusta UMS stendur öllum til boða endurgjaldslaust. 

Við hvetjum einstaklinga sem þurfa á aðstoð okkar að halda til að nýta sér rafrænar lausnir. 

Síminn hjá okkur er opinn alla daga frá kl. 9 – 15, númerið er 512-6600

Óska eftir símtali 

Senda fyrirspurn

Fræðsla um Fjármál

Atvinnumissir
Að takast á við atvinnumissi
Að semja við kröfuhafa
Hafðu þitt á hreinu
Að forðast greiðsluvanda
Að birgja brunninn...
Kaupa núna borga seinna
Skyndilán