Fara í efni

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Covid - 19

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að beita sér fyrir markvissum aðgerðum til að mæta þeim efnahagslegu áskorunum sem samfélagið mun standa frammi fyrir.
Boðað hefur verið til víðtæks samstarfs ríkis, sveitarfélaga, fagaðila og hagsmunaaðila um allt land svo tryggja megi öryggi og nauðsynlega þjónustu fyrir þá sem mest þurfa á henni að halda m.a. fatlað fólk, aldraða og börn og fjölskyldur. Þá hefur verið kynnt viðbragðsteymi um þjónustu við viðkvæma hópa sem mun vinna með markvissum hætti.

Kynntar hafa verið aðgerðir sem ætlað er að vernda og styðja við einstaklinga og fjölskyldur vegna erfiðra aðstæðna. 

Hlutastarfaleiðin

hlutastarf - dæmi

Laun í sóttkví 

Laun í sóttkví

Barnabótaauki 

Breyting var gerð frá upprunalegri tillögu og hefur nú eftirfarandi verið samþykkt. 

Barnafólk fær greidda eingreiðslu með hverju barni undir 18 ára. 

  • Framfærendur sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur fá 42.000 kr. með hverju barni 
  • Framfærendur sem ekki fá greiddar barnabætur vegna tekjuskerðingarákvæða frá 30.000 kr. með hverju barni.  

Sérstakur barnabótaauki  telst ekki til skattskyldra tekna og leiðir ekki til skerðingar annarra greiðslna.

Sérstökum barnabótaauka verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga.

Eingreiðsla til örorku- og endurhæfingalífeyrisþega 

  • Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar, sem eiga rétt á orlofsuppbót á árinu 2020, fá 20.000k.r eingreiðslu.
  • Greiðslan kemur til viðbótar við orlofsuppbót sem örorku- og endurhæfingalífeyrisþegar eiga rétt á.
  • Greiðslan telst ekki til tekna og mun því ekki skerða aðrar greiðslur.
  • Greiðslan verður framkvæmd 1. júní næstkomandi.

Úttekt séreignarsparnaðar

Við höfum tekið saman gagnlegar upplýsingar úttekt á séreignarsparnaði og aðra ráðstöfunarmöguleika. 

Úttekt séreignasparnaðar

Við munum uppfæra vefsíðu okkar þegar nánari útfærsla á þessum aðgerðum liggur fyrir.

Við höfum tekið saman góð ráð um ákvarðandatöku í fjármálum á óvissutímum

Þjónusta UMS

Þjónusta UMS stendur öllum til boða endurgjaldslaust. 

Við hvetjum einstaklinga sem þurfa á aðstoð okkar að halda til að nýta sér rafrænar lausnir. 

Síminn hjá okkur er opinn alla daga frá kl. 9 – 15, númerið er 512-6600

Óska eftir símtali 

Senda fyrirspurn

Fræðsla um Fjármál

Atvinnumissir
Að takast á við atvinnumissi
Að semja við kröfuhafa
Hafðu þitt á hreinu
Að forðast greiðsluvanda
Að birgja brunninn...
Kaupa núna borga seinna
Skyndilán