Fara í efni

Frestun á afborgunum fasteignaveðlána

Tröppugangur

Nú standa margir frammi fyrir tekjuskerðingu eða jafnvel atvinnuleysi á næstu mánuðum og getur það haft áhrif á getu til þess að standa í skilum að fullu með skuldbindingar.

Margir lánveitendur hafa nú þegar brugðist við og bjóða nú ýmsar lausnir fyrir einstaklinga sem standa frammi fyrir fjárhagslegum þrengingum vegna Covid – 19.

Ein af þeim lausnum sem kynntar hafa verið er tímabundin frestun á afborgunum eða greiðsluhlé.

Úrræði sem þetta er í grunninn ætlað að mæta tímabundum erfiðleikum t.d. veikindum eða tímabundinni tekjulækku sem hafa veruleg áhrif á fjárhag einstaklinga og fjölskyldu þeirra.

 
Áður en tekin er ákvörðun um að nýta sér lausn sem þessar er gott að fara yfir vel yfir fjárhagsstöðu heimilisins eins og hún er í dag og jafnframt að horfa fram í tímann eins og hægt er, hvernig verður staðan eftir mánuð eða tvo ? 
Mikilvægt er að kynna sér vel öll þau úrræði sem standa til boða og taka upplýsta ákvörðun um hvað kemur sér best fyrir fjárhag heimilisins. 

Hvað felst í því að fresta afborgunum og hvað þarf að hafa í huga ?

Frestun á afborgunum er í raun frysting láns og felur í sér að láni er skilmálabreytt.   

Áður en tekin er ákvörðun um að fresta afborgunum er gott að skoða eftirfarandi atriði:

 • Get ég mætt yfirvofandi erfiðleikum með öðrum aðgerðum ?
 • Get ég endurskoðað útgjöld heimilisins og hagrætt í rekstri næstu mánuðina ?
 • Gagnlegt getur verið að setja upp heimilisbókhald fyrir næstu mánuði.

Hvernig verður staða mín eftir að frestun á aborgunum lýkur ?

 • Með því að setja upp heimilisbókald fyrir t.d. næstu tvo til þrjá mánuði er hægt að gera sér betur grein fyrir því hvað er nauðsynlegt að gera til þess að mæta efnahagslegum þrengingum.

Lykil atriði er að ganga ekki lengra en nauðsynlegt er.

Hversu lengi er hægt að fresta afborgunum?

 •  Misjafnt eftir lánveitendum en algengt er að hægt sé að fresta í 3 – 7 mánuði.

Er einhver kostnaður við að fresta afborgunum ?

 • Þegar láni er skilmálabrett þarf að greiða kostnað við þinglýsingu og er kostnaður 2.500 kr. fyrir hvert þinglýst skjal.
 • Kostnaður við að sækja veðbókarvottorð, sé það sótt rafrænt er kostnaðurinn 1.055 kr. 

Annar kostnaður:

 • Gjald sem lánveitandi tekur samkvæmt verðskrá sinni.
 • Vextir og verðbætur sem safnast upp á meðan á greiðsluhlé/frestun stendur bætast við höfuðstól lánsins.

Hvernig verða afborganir af láninu eftir frestun ? 

 • Afborganir verða hærri.

Önnur úrræði sem standa einstaklingum til boða

Lánveitendur bjóða upp á misjafnar lausnir en vert getur verið að kanna möguleikann á:

 • Endurfjármögnun lána.
 • Skilmálabreyting til lengingar á lánstíma og lækkunar á afborgunum,