Fara í efni

Fréttir

templateShare
Innheimtufyrirtækið BPO innheimta kaupir kröfusafn smálánafyrirtækja

BPO innheimta hefur tilkynnt að það hafi keypt allar smálánakröfur Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla sem áður voru til innheimtu hjá Almennri innheimtu. Í máli framkvæmdastjóra BPO kemur fram að um 24.000 kröfur sé að ræða.

BPO innheimta hóf þegar að innheimta kröfurnar með þeim hætti að senda þær í heimabanka skuldara. Er skemmst frá því að segja að margir höfðu samband bæði við umboðsmann skuldara og Neytendasamtökin vegna þessa.

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur óskað eftir upplýsingum frá innheimtufyrirtækinu og einnig hefur Neytendastofa óskað eftir upplýsingum. Neytendasamtökin hafa einnig látið málið til sín taka og hafa m.a. leiðbeint einstaklingum um ýmis atriði.

Umboðsmaður skuldara hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá BPO innheimtu varðandi þá aðila sem eru með mál í vinnslu hjá embættinu og mun koma með frekari upplýsingar og leiðbeiningar þegar þær liggja fyrir.  Ljóst er þó að sú niðurstaða sem liggur fyrir skv. samningum um greiðsluaðlögun gildir.