Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Reykjavíkurborg endurgreiðir oftekna dráttarvexti

Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 159/2017, sem kveðinn var upp þann 8. mars 2018, var staðfest að kröfuhöfum er óheimilt að krefjast dráttarvaxta af kröfum á því tímabili sem einstaklingar njóta tímabundinnar frestunar greiðslna eða á tímabili svokallaðs greiðsluskjóls vegna úrræðis greiðsluaðlögunar. Í frétt á vefsíðu Reykjavíkurborgar í dag 22. janúar 2021 kemur fram að Reykjavíkurborg muni endurgreiða oftekna dráttarvexti af fasteignagjöldum sem lagðir voru á einstaklinga sem nutu tímabundinnar frestunar greiðslna (greiðsluskjóls) vegna umsóknar um greiðsluaðlögun einstaklinga hjá umboðsmanni skuldara.