Fara í efni

Aðstoð vegna fjárhagsvanda

Hvað felur aðstoð við fjárhagsvanda hjá umboðsmanni skuldara í sér ? 

Allir geta lent í þeim aðstæðum að ráða ekki lengur við fjárhagsskuldbindingar sínar. Ástæðurnar geta verið ólíkar, en hver sem ástæðan er, er mikilvægt að bregðast við sem fyrst.

Koma fyrr en seinna

  • Því fyrr sem umsækjandi  leitar aðstoðar, því auðveldara er að leysa úr skuldavandanum.   Það er þó aldrei of seint að leita sér aðstoðar.                           

 Að segja satt og rétt frá  

  • Mikilvægt er að vera hreinskilin og segja satt og rétt frá, við erum ekki hér til að dæma. 
  • Við hlustum og komum fram við alla af sanngirni, kurteisi og virðingu.

Spyrja spurninga 

  • Skrifaðu niður spurningar sem þú vilt fá svör við í samtali. Það dregur úr líkum á að þú gleymir að spyrja um eitthvað mikilvægt.
  • Ekki hika við að spyrja ef þér finnst eitthvað óljóst. 
  • Afla sér upplýsinga
  • Hægt er að nálgast ýmsan fróðleik um fjármál hér á vefsíðunni okkar, einnig er hægt að kynna sér þau úrræði sem við höfum uppá að bjóða. 

Væntingar

  • Gott er að greina strax frá því ef umsækjandi hefur einhverjar væntingar eða hugmyndir um hvernig hann sér fyrir sér að leysa úr vandanum. Það er þó ekki víst að hægt sé að verða við þeim óskum sem hver og einn umsækjandi hefur, það eru takmörk fyrir því sem við getum aðstoðað við. 
  • Gott er að gera sér grein fyrir að það getur tekið lengri tíma en væntingar standa til að leysa úr fjárhagsvanda. 

Hvernig er ferlið ? 

  • Ráðgjafi fer vel yfir næstu skref með umsækjanda, en gott er að fara yfir hvað ráðgjafi mun gera og hvað umsækjandi þarf eftir atvikum sjálfur að gera. 
  • Umsækjandi er alltaf velkominn aftur ef hann hefur frekari spurningar, ef eitthvað er óljóst eða ef hann þarf á aðstoð að halda á ný. 
Hafðu það hugfast að það ert þú sem tekur ákvarðanir um eigin fjármál og berð ábyrgð á þeim ákvörðunum. 

Með umsókn um aðstoð vegna fjárhagsvanda  getur umboðsmaður skuldara vonandi aðstoðað þig við að komast úr greiðsluerfiðleikum.

 

 Ein umsókn

Ef þú ert óviss um hver næstu skref ættu að vera þá  getur þú pantað símtal frá okkur og fengið nánari upplýsingar um þá þjónustu sem við bjóðum upp á. 

Panta símtal