Fara í efni

Fréttir

templateShare
Kladdinn - útgjaldadagbókin þín

Umboðsmaður skuldara kynnir " Kladdann " !

Kladdinn er lítil og handhæg útgjaldadagbók sem ætlað er að aðstoða einstaklinga við að fá góða yfirsýn yfir útgjöld sín frá viku til viku. 

Að skrifa niður öll útgjöld í ákveðinn tíma er góð leið til sjá í hvað peningarnir í raun eru að fara og hvar væri mögulega hægt að skera niður neyslu, láta peningana duga betur og jafnvel gera fólki kleift að leggja fyrir. 

Það er tilvalið að nota Kladdann til að skrá niður útgjöld næstu vikna og hafa þannig góða stjórn á útgjöldum tengdum jólahaldi. 

Hægt að nálgast útprentuð  eintök á skrifstofu okkar að Kringlunni 1.