Fréttir
21. maí 2019
Viðbótarlífeyrissparnaður - Taktu strax skref til að stýra þínum eigin fjármálum
Það er spennandi að byrja í nýrri vinnu hvort sem það er tímabundin sumarvinna eða vinna með skóla. Það gaman að kynnast nýju fólki, læra ný störf og taka þátt í atvinnulífinu eins og fullorðna fólkið. Það er líka góð tilhugsun að fá laun og ráða sínum eigin fjármálum.
Gunnar Baldvinsson framkvæmdarstjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hefur skrifað fjölda greina um fjármál í gegnum tíðina og m.a. gefið út bækur um fjármál einstaklinga á öllum aldri.
Í nýjasta gestapistil síðunnar skrifar Gunnar Baldvinsson um mikilvægi þess að taka strax skref til að stýra eigin fjármálum.
26. mars 2019
Vel sóttur morgunfundur um ungt fólk og lánamarkaðinn
Morgunfundur umboðsmanns skuldara og SFF um ungt fólk og lánamarkaðinn sem haldin var í gær 25. mars var vel sótt en á annað hundrað manns sátu fundinn.
22. mars 2019
Vandi vegna skyndilána eykst, nauðsynlegt að grípa til aðgerða
Umsækjendur sem óskuðu aðstoðar Umboðsmanns skuldara (UMS) vegna fjárhagsvanda fjölgaði um 6,5% á árinu 2018 miðað við árið á undan. Alls bárust 1.397 umsóknir til embættisins 2018 á móti 1.311 umsóknum árið 2017. Mest fjölgaði umsækjendum sem voru á aldrinum 18-29 ára eða úr 23% árið 2017 í 27,3% árið 2018.
22. mars 2019
Ráðstefna um ungt fólk og lántöku
Umboðsmaður skuldara ásamt SFF standa fyrir morgunverðarfundi um ungt fólk og lántöku.
Tilefni fundarins er meðal annars að á undanförnum misserum hefur ungu fólki sem hefur þurft að leita til umboðsmanns skuldara fjölgað umtalsvert. Á sama tíma á sér stað aukin sjálfvirknivæðing í lánastarfsemi sem er alþjóðleg þróun en ekki séríslensk.