Fara í efni

Greiningar og gögn

Staða mála hjá UMS

Í desember bárust 53 umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda.

Alls hafa 1.125 umsóknir um úrræði vegna fjárhagsvanda borist á árinu 2019.

Minnisblað frá 1. janúar 2020.

 

Þann 15. september 2019 var tekið upp nýtt fyrirkomulag varðandi umsóknir til embættisins.  Í stað þess að umsækjandi velji í umsókn sinni milli úrræða hjá embættinu, ráðgjöf, greiðsluaðlögun eða fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar er núna sótt um aðstoð vegna fjárhagsvanda.  Starfsmenn embættisins greina svo og meta í samráði við umsækjanda hvaða úrræði henti best til úrlausnar á vanda viðkomandi.  Með þessu leitast embættið við að bæta þjónustu við umsækjendur og að þjónustan verði markvissari og biðtími eftir úrlausn minnki.