Fara í efni
8. okt 2020

Skyndilán - kaupa núna borga seinna

Að nýta sér „kaupa núna borga seinna“ þjónustu getur verið auðveld og þægileg leið til að greiða fyrir vörur og þjónustu, það er þó mikilvægt að gæta þess að skuldbinda sig ekki um efni fram.

Af hverju áttu pening eftir 14 daga ef hann er ekki til núna ?

Fyrirtæki sem bjóða upp á skyndilán til kaupa á vöru og þjónustu, eða það sem kalla mætti „kaupa núna borga seinna“ þjónustu, gera þér kleift að fresta greiðslum t.d. í 14 daga eða lengur og fer kostnaðurinn eftir því hversu lengi þú óskar eftir að fresta greiðslum og hvernig þú endurgreiðir lánið.

Sum fyrirtæki bjóða upp á þessa þjónustu viðskiptavininum að kostnaðarlausu t.d. ef upphæðin er undir ákveðnu hámarki, þá getur það einnig farið eftir fjárhæðinni sem keypt er fyrir hver kostnaðurinn við greiðslufrestunina er.

Mikilvægt er að kynna sér hvað þjónustan kostar,og hvað það mun kosta þig ef þú einhverra hluta vegna hefur ekki tök á að standa í skilum þegar kemur að greiðsludegi.

Að nýta sér „kaupa núna borga seinna“ þjónustu getur verið auðveld og þægileg leið til að greiða fyrir vörur og þjónustu, það er þó mikilvægt að gæta þess að skuldbinda sig ekki um efni fram.

Af hverju áttu pening eftir 14 daga ef hann er ekki til núna ?