Fara í efni

#4 Ríki pabbi, fátæki pabbi - Kjartan Örn Sigurðsson

Kjartan Örn Sigurðsson kaupsýslumaður fjallar hér um bókina Ríki pabbi, fátæki pabbi (Rich Dad Poor Dad) sem kom út árið 1997 en sú bók hefur verið ein mest selda bók um fjármál einstaklinga síðan hún kom út.  Kjartan Örn segir bókina vera fyrir alla þá sem vilja skilja grundvallaratriði fjármála og hefur hann sjálfur gefið fjölmörgum þessa bók.

Kjartan segir bókina í grundvallaratriðum fjalla um hvernig efnað fólk vinnur ekki fyrir peningum heldur lætur peninga vinna fyrir sig.

Bókin kom út á íslensku árið 2001 undir heitinu Ríki pabbi fátæki pabbi og er hægt að nálgast hana á bókasöfnum. Bókina má einnig finna sem hljóð- eða rafbók mjög víða.