Fara í efni

#7 Vikumatseðill og viðbótarlífeyrissparnaður - Snædís Ögn Flosadóttir

Snædís Ögn sýslar með stórar upphæðir dags daglega en hún starfar sem framkvæmdastjóri þriggja eftirlaunasjóða.
Hún lærði snemma í uppeldinu að hver einasta króna skiptir máli en hún varð ólétt 17 ára gömul og stofnar þá heimili. Besta ráðið sem Snædís hefur fengið og hún hefur reynt að temja sér er að skilja á milli gerviþarfa og raunverulegra þarfa.
Hún hefur gert matseðil á sunnudagskvöldum fyrir fjölskylduna og segir þessa reglu að hafa skipulagt matarinnkaup og gert þau mun auðveldari þar sem ekki þarf að fara í oft í viku í að versla. Matarkostnaðurinn getur auðveldlega rokið upp á heimilinu ef þetta plan riðlast og farið er oftar að versla.
Hún segist leggja fyrir á hverjum mánuði og fylgjast vel með útgjöldum. Heimilisbókhald og skipulag skiptir alltaf máli og kannski mestu máli þegar maður er að byrja búskap.

Hún ræðir svo ítarlega um viðbótarlífeyrissparnað og mikilvægi þess að hugað sé að honum sem fyrst.