Fara í efni

Allt það sem þú vildir vita um hagfræði - Kristrún Tinna Gunnarsdóttir

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir er hagfræðingur og starfar í dag sem forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka.

Kristrún segir frá starfsferli sínum í íslenskum bankageira auk þess sem við ræðum um allt það sem þú vildir vita um hagkerfið en þorðir ekki að spyrja um.
Auk þess ræðum við:

  • Hvernig fjárhags uppeldi hún fékk.
  • Af hverju hagfræðin varð fyrir valinu þegar hún valdi sér háskólanám
  • Hvort hagfræðin sé svipuð vísindi eins og veðurfræði?
  • Hvaða þýðingu hefur hagfræðin fyrir okkur?
  • Af hverju sá engin fyrir Hrunið?
  • Af hverju er Financial Times gefið út með svona stórar blaðsíður?
  • Hver áhrif skatta geta verið á hegðun og langvarandi áhrif.
  • Hvað eru stýrivextir?
  • Af hverju eru þeir ekki bara 0%
  • Hvað er verðbólga og hvernig er henni stýrt?
  • Eftirspurn og framboð í hagkerfinu?
  • Af hverju hófleg verðbólga er talin af hinu góða.

Öll þessi hagfræðihugtök sem við heyrum reglulega rædd og skýrð.
Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson
Framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.