Fara í efni

Allt um húsnæðislán - Jónas R. Stefánsson

Jónas Stefánsson starfar sem sérfræðingur hjá Landsbankanum viðskiptalausnum einstaklinga en hann hóf störf þar árið 2012.

Hann hefur sinnt íbúðalánaráðgjöf í bankanum og hefur séð mikla vitundarvakningu hjá viðskiptavinum bankans um vexti og kjör.

Í þessu viðtali ræðum við um nánast allt það sem snýr að íbúðalánum sem eru fyrir flesta stærstu viðskipti hvers og eins.

En hér má sjá nokkur þeirra mála sem við ræðum:

 • Breytingar á starfsumhverfi banka frá Hruni
 • Húsnæðislán breytingar á þeim á undanförnum árum
 • Lánategundir og lánstími á húsnæðislánum
 • Séreignarsparnaðar úrræðin
 • Ráð til fyrstu kaupenda
 • Óverðtryggð og verðtryggð lán
 • Eigið fé við íbúðakaup
 • Jafnar afborganir eða jafnar greiðslur
 • Breytilega eða fasta vexti
 • Endurfjármögnun húsnæðislána
 • Auka innborganir á lán

 

Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali.
Umsjón Gunnar Dofri Ólafsson.
Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðning frá félagsmálaráðuneytinu.