Fara í efni

Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði Fjármálatips - Sædís Anna Jónsdóttir

Sædís Anna Jónsdóttir er þriggja barna móðir sem hefur á nokkrum árum losnað úr fátæktargildru og fjárhagsáhyggjum. Hún er jafnframt stofnandi Facebookhópsins fjármálatips en í hópnum eru þegar þetta er ritað um 13.000 manns.
Í þessu viðtali ræðum við um:

  • Af hverju Fjármálatips hefur gengið svona vel
  • Hvað hún hafi lært frá hópnum
  • Hvað hún leggur áherslu á við uppeldi á sínum börnum
  • Hvað hún hefði sjálf viljað læra um peninga þegar hún ólst upp
  • Hvernig kreditkort, bílalán og yfirdráttur geta verið hættulegar afmælisgjafir við 18 ára afmælið frá bankanum
  • Hvernig henni tókst að snúa mjög erfiðri fjárhagsstöðu með vanskilum og neyslulánum í stöðuna í dag þar sem hún á íbúð og greiðir alla reikninga
  • Hvernig niðurgreiðslna skulda er orðið áhugamál hjá henni og manninum hennar
  • Hvernig hún lét dóttur sína sjá um matarinnkaup í heila viku og hún hætti að kvarta um að ekkert væri til í ísskápnum
  • Hvernig andleg heilsa líður fyrir fjárhagsvandræði