Fara í efni

Fyrirtækið þú, skattar, rekstur og stofnun fyrirtækja - Árni Þór Hlynsson

Árni Þór Hlynsson er framkvæmdastjóri Skatts og bókhalds sem sér um bókhald og reikningsskil fyrirtækja. Hann hefur unnið við fyrirtækjaráðgjöf varðandi rekstur, bókhald og skattamál í áratugi.
Hann ræðir í þessu viðtali allt það sem viðkemur rekstri einstaklinga og fyrirtækja. Við ræðum í þessu viðtali meðal annars.

 

Hvort Íslendingar séu skattafælnir?

 • Hvað þarf maður að gera ef maður vill fara að vinna í bókhaldi eða endurskoðun?
 • Hvenær þarf maður að fara að stofna til rekstur t.d. ef maður er að afla tekna til hliðar?
 • Hvenær leggur maður virðisaukaskatt á tekjur sínar?
 • Hvað þýðir það að vera með rekstur á eigin kennitölu?
 • Skattaprósentur á rekstur fyrirtækja samanborið við skatt á einstaklinga.
 • Hvað kostar að stofna fyrirtæki?
 • Hvenær á maður að stofna fyrirtæki um reksturinn?
 • Hvernig skatturinn hefur í dag breyst í þjónustustofnun sem vill hjálpa fólki.
 • Ábyrgð við rekstur á eigin kennitölu og fyrirtækjareksturs.
 • Hver er munurinn á eftirfarandi félagaformum, EHF, HF, SLF SLHF og SF?
 • Mismunandi arðgreiðslur og ábyrgð úr ólíkum félagaformum?
 • Launatengd gjöld hver eru þau?
 • Hvað á maður að greiða sér há laun í rekstri?
 • Hvaða mistök Árni sér fólk gera við rekstur og stofnun fyrirtækja?
 • Hvað er kennitöluflakk?
 • Hverju Árni myndi breyta í íslenskum skattalögum.