Fara í efni

Gerðu fólk ástfangið af þér - Þórarinn Ævarsson

Þórarinn Ævarsson er bakari sem uppgötvaði þegar hann var farinn að vinna hjá Dominos að hann hafði nef fyrir viðskiptum. Á þeim tíma tileinkaði Þórarinn sér lífsspeki sína sem er að selja mikið með lágri framlegð.  Af þeim sökum hefur Þórarinn aldrei viljað tala um markhópa heldur vill hann eiga viðskipti við alla. Frá Dominos lá leið Þórarins til IKEA þar sem hann var í 15 ár. Sömu viðskiptalögmál áttu við þar og hjá Dominos að selja mörgum með lágri framlegð. Þórarinn hætti hjá IKEA og stofnaði Spaðann. Hann segir pizzuna hafa fylgt sér allar götur frá Dominos og verið í lykilhlutverki í lífi hans. Enda veki pizzan upp allt önnur hughrif en annar skyndibiti. Ameríska pizzan sé stærri og matarmeiri og því geti fleiri en einn deilt hverri pizzu ólíkt þeirri ítölsku. Pizzan getur endalaust endurnýjað sig. Þegar Þórarinn var að byrja voru sveppir vinsælir en sjást varla í dag og í dag séu döðlur t.d. komnar inn. Hann segist því eiga pizzunni mikið að þakka og hjá IKEA hafir pizzudeig verið söluhæsta varan.