Fara í efni

Hagsýni við matarinnkaup og fjármál við skilnað - Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir er menntaður hjúkrunarfræðingur og stofnandi matarvefjarins Gulur rauður grænn og salt. Hún er einnig þáttastjórnandi Dagmála á mbl.is. Hún heldur úti hlaðvarpinu Matur fyrir sálina sem er þáttur sem miðar að valdeflingu kvenna.

Hún mun sá einnig um sjónvarpsþátt sem fjallar um lífstíl á Sikiley sem verður sýndur á sjónvarpi Símans í apríl. Hún starfar sem sem sjálfstæður atvinnurekandi sem hún segir vera erfitt en um leið mjög þroskandi.

Matseðilinn Berglindar fyrir hlustendur Leitarinnar að peningunum er hér.
Í þessu viðtali ræðum við:

  • Hvernig það er að vera sjálfstætt starfandi
  • Vefinn Gulur rauður grænn og salt
  • Mikilvægi þess að hafa ástríðu fyrir því sem maður er að gera
  • Mikilvægi þess að skipuleggja matarinnkaupinn
  • Vikulega matarmatseðla
  • Áskorunina við að vera með unglinga á heimilinu
  • Mikilvægi þess að báðir aðilar komi að fjármálum í samböndum
  • Berglind deilir erfiðri reynslu sinni þegar kom að skilnaði einstæð sjálfstætt starfandi með fjögur börn
  • Hvernig hún þurfti að takast á við fjármálin
  • Hvernig Berglind tekst á við fjármálin

Þetta og margt fleira í þessu skemmtilega viðtali.
Umsjón Gunnar Dofri Ólafsson
Framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðning frá félagsmálaráðuneytinu.