Fara í efni

Hlutabréf á heimsmarkaði

Svandís R. Ríkharðsdóttir og Sigurður B. Stefánsson ræða hér nýútkomna bók sína
Hlutabréf á heimsmarkaði - eignastýring í 300. Bókin byggir á langri reynslu og þekkingarleit höfunda sem hafa sérhæft sig í eignastýringu á hlutabréfum.

Hlutabréf eru besta leiðin til að byggja upp eignir. Í Hlutabréfum á heimsmarkaði - eignastýring í 300 ár er leitast við að auka skilning og gefa betri yfirsýn um alþjóðlegan fjármálamarkað.
Með betri þekkingu verður fjárfesting markvissari og dýpri skilningur næst á þeirri áhættu sem viðskiptunum fylgir. Hvar er að finna góða ávöxtun, í hvaða löndum er vænlegast að fjárfesta, hvaða aðferðir er best að nota og síðast en ekki síst, hvernig er hægt að verjast óhóflegri áhættu.