Fara í efni

Hvernig verð ég betri samningamaður? Aðalsteinn Leifsson

Aðalsteinn Leifsson starfar í dag sem ríkissáttasemjari og lektor við Háskólann í Reykjavík.
Hann skrifaði bókina Samningatækni með það að markmiði að bókin gæti orðið hagnýtt tæki við samninga og í daglegu lífi.
Við ræðum í þessu viðtali:

 • Hvað gerir ríkissáttasemjari?
 • Hvaða þættir skipta máli svo aðilar séu sáttir við samninga?
 • Samningar er eitthvað sem við fáumst við alla daga og eitt mikilvægasta form ákvörðunartöku.
 • Af hverju við erum ekki eins góðir samningamenn og við teljum okkur vera.
 • Af hverju stærsta hindrunin sem við mætum í samningum er innra með okkur.
 • Hvers vegna undirbúningur er sá þáttur sem mestu máli skiptir.
 • Við ræðum ólíka samninga og samningatækni þegar kemur að íbúðakaupum, kaupum bíl eða þegar við ráðum okkur í vinnu.
 • Hættan þegar við verðum ástfanginn af einni lausn og mikilvægi þess að hafa fleiri valmöguleika. Þar skaðast samningsstaða okkar.
 • Af hverju fleiri valmöguleikar skipta svo miklu máli þegar við semjum og af hverju við eigum alltaf fleiri valmöguleika.
 • Hvernig eigum við að undirbúa okkur fyrir laun?
 • Af hverju okkur þykir erfiðara að semja fyrir okkur sjálf en aðra.
 • Af hverju það skiptir lykilmáli á að við skiljum gagnaðilann í samningum.

 

Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali.

Bók Aðalsteins Samningatækni er hægt að fá hér.