Fara í efni

íbúðaskipti og hagkvæmni í ferðalögum - Snæfríður Ingadóttir

Snæfríður Ingadóttir er blaðamaður, rithöfundur, fyrirlesari og síðast en ekki síst ferðafrömuður.

Snæfríður er fædd og uppalin á Akureyri og býr þar í dag með manni og þremur börnum. Hún hefur undanfarið skrifað ferðahandbækur um íbúðaskipti, flutninga til Spánar auk bókar um eyjurnar Tenerife og Gran Canary. Snæfríður byrjaði á íbúðaskiptum fyrir nokkrum árum og þá með það í huga að spara peninga. Í dag stundi hún þau vegna þess að þau bjóði uppá lengra frí, meiri upplifanir og samband og samskipti við heimamenn sem getur verið mikils virði.
Hún segir íbúðaskipti ekki frekar en annað vera 100% örugg en þar sem þau byggja á trausti þá fari þau langoftast vel fram.
Snæfríður ræðir einnig í hvað hún setur peningana sína. Ferðalög og fasteignir.
Hvernig leigueignir sem hún á hafa fjármagnað löng ferðalög og hvernig þau veita henni innblástur og bæta lífið.
Hún talar um hvernig hún tekur svokallað lífeyris tímabil fyrirfram með ferðalögum sem eru þá löng ferðalög.
Auk þess ræðir hún um fjárhagsmál fjölskyldunnar eftir hrun.

Snæfríður hefur ritað eftirfarandi bækur sem hægt er að kaupa beint af vef hennar.

Komdu með til Kanaríeyja
Ævintýraeyjan Tenerife
Íbúðaskipti; Minni kostnaður, meiri upplifun


Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson
Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.