Fara í efni

Líkindi og happdrætti - Pawel Bartoszek

Pawel Bartoszek fæddist í Póllandi og flutti til Íslands 8 ára gamall.
Hann er stærðfræðingur sem hefur látið samfélagsmál til sín taka. En hann hefur ritað pistla á vefinn í fjölmiðla reglulega undanfarin 20 ár. Pawel er jafnframt borgarfulltrúi.
Í þessu viðtali ræðir Pawel um æsku sína í Póllandi og kommúnismann sem þar var yfir öllu. Vandamál þar var ekki skortur á peningunum heldur skortur á vörum.
Einnig fáum við Pawel til að ræða líkindi og happdrætti. Borgar sig t.d að taka þátt í Lottó eða öðrum happdrættum?

  • Vissir þú að líkur á að vinna í Lottó eru 1 á móti 680.000.
  • Ef þú spilar Lottó t.d vikulega í 50 ár þá eru líkurnar orðnar um helmingur.
  • Þeir sem spila mikið auka að sjálfsögðu líkur sínar.
  • Ef þú spilar fyrir 25 þúsund kr. á viku í 50 ár þá fara í þetta 60 milljónir kr.
  • Hvenær á maður að taka þátt?
  • Pawel segir betra að taka þátt þegar pottarnir eru tvöfaldir eða þrefaldir.
  • Fólk áttar sig á þessu því fleiri taki þátt þegar pottarnir eru stærri.
  • Af hverju er fólk frekar til í að taka þátt í happdrætti en að kaupa hlutabréf.
  • Líkindi og hvernig við metum þau.
  • Svindl í happdrættum.
  • Hvernig Pawel nálgast sjálfur fjármál.

Þetta og margt fleira um líkindi og happdrætti í þessu áhugaverða viðtali.