Fara í efni

Brottrekstur úr Borgarleikhúsinu var vakning - Ólafur Darri Ólafsson

Ólafur Darri Ólafsson er einn ástsælasti leikari íslensku þjóðarinnar.
Í dag er hann leikandi í sjónvarpsseríum hér á landi og í stórum Hollywood kvikmyndum. Líf hans hefur samt ekki verið eintómur dans á rósum og hann gekk í gegnum töluverða fjárhagsörðugleika sem ungur maður.

Við ræðum hér:

 • Listina hvernig maður lifir af henni.
 • Mikilvægi góðs endurskoðanda.
 • Hvernig fjármál hans voru komin á vondan stað í menntaskóla.
 • Hvernig þáttur með Oprah Winfrey opnaði augu hans en þar var höfundur bókarinnar The Automatic Millionaire til viðtals.
 • The Latte Factor og af hverju margt smátt gerir eitt risastórt.
 • Hvernig Ólafur borgaði niður skuldahalann.
 • Hann skuldar bara húsnæðislán í dag.
 • Gleðina við það að borga aukalega inn á húsnæðislánið í hverjum mánuði.
 • Bókina, Þú átt nóg af peningum.
 • Hvernig andleg líðan varð miklu betri samhliða heilbrigðari fjármálum.
 • Mikilvægi þess að vera með gott fólk í fjármálum og umboðsmennsku hér á landi og í Ameríku.
 • Hvernig hann fjárfestir.
 • Hatur hans á uppgreiðslugjöldum.
 • Laun fyrir leiklist þegar hann var að hefja sinn feril.
 • Af hverju hann vill borga skatta á Íslandi.
 • Hvernig kemur maður sér á framfæri sem leikari?
 • Hvernig röddin hefur verið guðsgjöf hans.
 • The Tourist sem er næsta verkefni hans.

Þetta og margt fleira í þessu viðtali.
Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson.
Framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.