Fara í efni

Safnaði 17 milljónum á tveimur árum - Sævar Helgi Bragason

Sævar Helgi Bragason einnig þekktur sem Stjörnu Sævar er landsmönnum vel kunnur.
Hann gekk í gegnum skilnað nærri þrítugur og þurfti að taka stórar ákvarðanir og færa miklar fórnir. Hann flutti aftur í foreldrahús, vann frá morgni til kvölds með það að markmiði að þéna meira, hækka laun sín og spara fyrir íbúð.
Á tveimur árum sparaði Sævar sér 17 milljónir króna með því að minnka neyslu, leggja bílnum. Hann hjólaði í vinnu í Reykjavík frá Hafnarfirði og sparaði sér um leið líkamsræktarkort.
Sævar segist hafa farið í keppni við sjálfan sig þar sem hann minnkaði eyðslu frá mánuði til mánaðar. Á endanum komst hann af með að eyða 40.000 kr. sem hann segir hafa verið mjög erfitt og krafist mikilla fórna.

Eins hafi þetta allt krafist aga sem hann segist ekki hafa búið yfir en verkefnið og markmiðið hafi leitt til.
Stór hluti af viðhorfi Sævars til neyslu og eyðslu hverfist um stóru ástríðuna í lífi hans sem er jörðin og náttúran. Loftslagsváin er samtengd neyslu okkar og því er það skylda okkar allra að staldra við og skoða vel hvernig við getum dregið úr kolefnislosun okkar.
Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali.