Fara í efni

Sátt manneskja kaupir sér ekki neitt - Ragna Benedikta Garðarsdóttir

Ragna Benedikta Garðarsdóttir er með doktorsgráðu og starfar sem dósent við félagssálfræði við Háskóla Íslands.
Hún ræðir í þessu viðtali áhrif umhverfisins á hegðun okkar og þá oft neyslu.

  • Því óhamingjusamari sem þú ert því líklegri ertu til að falla fyrir markaðsbrellum og kaupa einhvern óþarfa.
  • Það er munur á ánægju sem fylgir nýjum hlut og hamingju. Ánægjan fer fljótt.
  • Við eigum frekar að kenna börnum markaðsbrellur og að lesa markaðsskilaboð en vexti verðbólgu o.þ.h. Þetta er stóra verkefnið í lífinu að standast stöðugt áreiti um að eyða peningum.
  • Við erum með tvö hugsanakerfi. Kerfi 1 sem er frumstætt og kerfi 2 sem hugsar hlutina til enda.
  • Kerfi 2 notar mikla orku og því reynir heilinn að styðjast við einfaldleika og vana.
  • Búðir eru hannaðar með þetta í huga að við notum kerfi 1 og kaupum þá meira en við þurfum.
  • Stöðukvíði snýst um að kaupa sér stöðu með neyslu.
  • Á árunum fyrir hrun var hegðun Íslendinga oft furðuleg og snérist mikið um peninga. Gildismat okkar var samt samkvæmt rannsóknum ekki þannig þenkjandi.

Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali sem allir ættu að hlusta á.