Fara í efni

Sjö smáskref (Baby steps) Dave Ramsey - Trausti Sigurbjörnsson

Trausti Sigurbjörnsson er 30 ára Skagamaður sem hefur lengi haft áhuga á fjármálum. Hann starfar sem kerfisstjóri hjá DK hugbúnaði. Og er fyrrverandi knattspyrnumaður en hann lagði skóna á hilluna í fyrra.
Í þessu viðtali ræðir Trausti um sín fjármál hvenær hann fór að fá áhuga á þeim og hann mun fræða okkur um Dave Ramsey. En Dave er einn þekktasti fjármálafræðingur Ameríku og eru þættir hans og boðskapur svolítil fyrirmynd af Leitinni að peningunum.
Saga Dave hefst þegar hann verður gjaldþrota og allar götur síðan hefur hann predikað nauðsyn þess að greiða niður skuldir, spara og hugsa vel um peninga.
Baby Steps Dave Ramsey eru rædd og skoðuð sérstaklega:

Þrep 1 - Sparaðu 100.000kr í banka sem byrjunar neyðarsjóð.
Þrep 2 – Borgaðu upp allar skuldir nema húsið.
Þrep 3 – Söfnum upp vara- eða neyðarsjóð sem ætti að nema 3-6 mánuðum af útgjöldum.
Þrep 4 – Byrjaðu að fjárfesta og auktu svo fjárfestingar til framtíðar.
Þrep 5 - Sparaðu fyrir framtíð barnanna þinna.
Þrep 6 - Borgaðu upp hússnæðislánið þitt snemma
Þrep 7 - Safnaðu auðæfum og gefðu

Auk þess sem við ræðum fleiri áhugaverða hluti frá Dave Ramsey.