Fara í efni

Stelpur eiga ekki að tala um peninga - Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir

Stefanía útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 2019 og hefur síðan unnið mikið með það að markmiði að spara eins mikla peninga og mögulegt er.
Hún hefur náð nú þegar að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. Stefanía segir að hún hafi sótt sér mikinn fróðleik um fjárfestingar og sparnað. Það sem hefur þó komið henni leiðinlega á óvart er að þegar hún fer að tala um þessa hluti þá fær hún oft neikvæð tilsvör frá fólki. Bæði finnst fólki óþægilegt að ræða slík mál og eins segist Stefanía upplifa að margir finnist skrýtið og óviðeigandi að nýútskrifuð stelpa úr menntaskóla sé að leita sér þekkingar og tala um fjárfestingar. Hennar upplifun sé að það sé talið eðlilegra að strákar tali um svona hluti frekar en stelpa. Sem feminista þyki henni það leiðinlegt og því mikilvægt að ræða um þessa hluti út frá sjónarhóli ungra kvenna.

Hún segir að allir geti lært um peninga og það sé eitt það mikilvægasta sem allir geta lært enda séu peningar frelsi. Með því að læra um peninga getum við sloppið við að láta þá stjórna lífi okkar. Hún segir að hún hafi fengið fræðslu um fjármál og hjá fjölskyldu sinni mamma hennar hafi verið einstæð móðir sem hafi rætt fjármálin við hana.
Því fyrr sem við byrjum að spara því betri stöðu sköpum við okkur enda er lífið þá allt framundan.
Hún hefur fjárfest í hlutabréfum og kynnt sér þau mjög vel og hún kaupir sér frekar notuð föt en enda er það mun betra fyrir umhverfið.
Móðir hennar var Au-pair í Vínarborg en varð að hætta vegna láns sem hún var með og því hafi hún lagt áherslu á að fara skuldlaus í gegnum háskóla og því dugi sparnaður Stefaníu fyrir náminu.