Fara í efni

Úr klóm smálána og fíkniefna - Daníel og Gísli Magnússynir

Daníel og Gísli Magnússynir eru bræður á þrítugsaldri.
Gísli lenti ungur í klóm smálána og fjárhagserfiðleika í tengslum við fíkniefnaneyslu. Eftir að hafa tekist á við fíkniefnavandann þurfti hann að takast á við annan erfiðan andstæðing sem voru skuldir sem hann hafði safnað upp í neyslu. Skuldir sem voru að stórum hluta smálán. Bróðir hans Daníel rann blóðið til skyldunar og fór hann í að semja við kröfuhafa eftir að hafa fengið aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í þessu viðtali ræðum við hvernig maður tekst á við slíkar skuldir og hvernig maður semur um slíkar skuldir.