Fara í efni

Fávitinn í fjármálum - Haukur HiImarsson

Haukur Hilmarsson er ráðgjafi í fjármálahegðun og kennari í fjármálameðferð við félagsráðgjafadeild HÍ. Hann rekur einnig vefinn skuldlaus.is .

Haukur segist sjálfur vera fáviti í fjármálum þar sem hann lét fjármál stjórnast af tilfinningum. Þar sem hann kom sér í skuldir sem hann borgaði upp aftur og aftur. Eftir að hafa skoðað þetta sá hann að hegðun hans var á sjálfstýringu.
Haukur lifði tvöföldu lífi þegar kom að fjármálum eftir að hafa kynnst konu sinni þar sem hann faldi vanskil og skuldir sínar fyrir henni. Í janúar 2009 komst konan hans að skuldir hans voru ekki 50 þúsund heldur milljónir. Þarna fór hann í að finna allar skuldir sínar og fá heildaryfirsýn yfir skuldir sínar. Hann langaði þegar þarna var komið að flýja í stað þess að horfast í augu við sannleikann og skömmina sem fylgir.
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hefur Haukur aðstoðað fjöldann allan af einstaklingum við að ná árangri í fjármálum.