Fara í efni

Fróðleikur um fjármál

Að ná yfirsýn yfir fjármálin
Yfirsýn eykur frelsi
Kaupa núna borga seinna
Skyndilán
Að forðast greiðsluvanda
Að byrgja brunninn...
Að semja við kröfuhafa
Hafðu þitt á hreinu

Fræðslumyndband

  • Fjárhagslegt sjálfstæði

Á árinu 2024 hafa borist 375 umsóknir.

Á árinu 2023 bárust 702 umsóknir um aðstoð vegn fjárhagsvanda
Á árinu 2022 bárust í heildina 727 umsóknir.

Fréttir og tilkynningar

Mikilvægar breytingar á úrræði greiðsluaðlögunar

Breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga taka gildi 1. apríl nk. Umboðsmaður skuldara (UMS) annast framkvæmd greiðsluaðlögunar sem er mikilvægt úrræði fyrir einstaklinga í verulegum greiðsluerfiðleikum og gerir þeim kleift að leita frjálsra samninga við kröfuhafa með milligöngu UMS. Markmiðið með greiðsluaðlögun er að ná jafnvægi milli skulda og greiðslugetu og tilgangur breytinganna er bæði að auka skilvirkni úrræðisins og mæta betur þörfum umsækjenda. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

Breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga samþykktar á Alþingi

Ánægjulegt er að segja frá því að samþykktar hafa verið breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010. Markmiðið með þeim breytingum sem nú hafa verið samþykktar er að bæta úrræðið greiðsluaðlögunar og gera málsmeðferðina skýrari og skilvirkari, umsækjendum til hagsbóta. Breytingarnar taka gildi þann 1. apríl næstkomandi.

Skuldafangelsi námslána

Árið 2020 tóku lög um Menntasjóð námsmanna gildi sem leystu eldri lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna af hólmi. Við gildistöku laganna féllu niður ábyrgðir á námslánum teknum í tíð eldri laga, ef lánþegar voru í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Eftir stóð hópur ábyrgðarmanna á námslánum sem ekki voru í skilum hjá sjóðnum. Á síðustu misserum hefur embætti umboðsmanns skuldara vakið athygli á þörfinni fyrir að betrumbæta lausnir fyrir lánþega og ábyrgðarmenn sem hafa ekki tök á að greiða af kröfum vegna námslána. Umboðsmaður skuldara hefur gagnrýnt að sett hafi verið sérákvæði í lög um Menntasjóð námsmanna sem undanskilja námslán tveggja ára fyrningarfresti í kjölfar gjaldþrotaskipta. Embættið hefur einnig gagnrýnt það hvernig innheimtu er háttað hjá sjóðnum. Í lögum um Menntasjóð námsmanna er tilgreint að lögin skulu endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og bindur embættið vonir við að hugað verði vel að þeim atriðum sem hér koma fram við endurskoðun laganna og reglna sem á þeim byggjast.