Fara í efni

Um embættið

 

 Embætti umboðsmanns skuldara tók til starfa 1. ágúst 2010 en lög um stofnun embættisins voru samþykkt á Alþingi í júlí það ár.  Samkvæmt lögum nr. 100/2010 er embætti umboðsmanns skuldara ríkisstofnun sem heyrir undir félagsmálaráðherra og skal gæta hagsmuna og réttinda skuldara svo sem nánar er kveðið á um í lögum.

Megintilgangur embættisins er að bæta stöðu einstaklinga sem eiga í greiðsluerfiðleikum og auðvelda þeim að koma greiðslubyrði og skuldastöðu í ásættanlegt horf.

Hlutverk umboðsmanns skuldara samkvæmt lögum er:

  • Veita einstaklingum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum endurgjaldslausa aðstoð við að öðlast heildarsýn á fjármál sín og leita leiða til lausnar
  • Hafa milligöngu um samninga við kröfuhafa
  • Framkvæmd greiðsluaðlögunar, sbr. lög nr. 101/2010
  • Útbúa framfærsluviðmið og uppfæra það reglulega
  • Taka við erindum og ábendingum skuldara um ágalla á lánastarfsemi og senda áfram til viðeigandi eftirlitsstjórnvalds
  • Gæta hagsmuna skuldara og veita þeim aðstoð þegar við á
  • Veita alhliða ráðgjöf og fræðslu um fjármál heimilanna
  • Veita fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar, sbr. lög nr. 9/2014

Skiðurit UMS