Fara í efni

Umsókn um greiðsluaðlögun synjað

Kæruferli

Ef umboðsmaður skuldara synjar umsókn um greiðsluaðlögun þá er sú ákvörðun kæranleg til úrskurðarnefndar velferðarmála innan tveggja vikna frá því að viðkomandi móttók ákvörðun um synjun umsóknar. 

Um úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurðarnefnd velferðarmála er óháð úrskurðarnefnd,  sem varð til með lögum um úrskurðarnefnd velferðarmála 1. janúar 2016. Með lögunum voru eftirtaldar nefndir sameinaðar; kærunefnd barnaverndarmála, kærunefnd greiðsluaðlögunarmála, úrskurðarnefnd almannatrygginga, úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða, úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála og úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála.. 

Hvernig er kæra send inn ? 

  • Hægt er að kæru inn rafrænt og er þá nauðsynlegt að hafa íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn. 
  • Einnig er hægt að prenta út kærueyðublað og skila inn í afgreiðslu nefndarinnar eða senda í pósti. 

Heimilisfang nefndarinnar er: 

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Katrínartúni 2

105 Reykjavík

Þegar kæra er send í pósti eða komið með hana í afgreiðsluna ber að undirrita hana áður en hún er send úrskurðarnefndinni eða afhent í afgreiðslu nefndarinnar. Undirritun er þó ekki nauðsynleg þegar kæra er send rafrænt þar sem kærandi auðkennir sig með rafrænum skilríkjum á island.is.

  • Sjá allar nánari leiðbeiningar um kæru til úrskurðarnefndar velferðarmála hér. 
  • Málsmeðferð hjá úrskurðarnefndinni er aðilum máls að kostnaðarlausu. 

Úrskurðir nefndarinnar

Lesa má úrskurði nefndarinnar á vef stjórnarráðsins.