Fara í efni

Um framfærsluviðmiðin

 Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara

 

Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara taka mið af dæmigerðum viðmiðum félagsmálaráðuneytisins, með ákveðnum undantekningum. Viðmið ráðuneytisins byggja á útgjaldarannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum íslenskra heimila. Viðmiðið er reiknað sem miðgildi útgjalda fyrir hverja fjölskyldugerð. Það þýðir að 50% heimila notar viðmiðunarupphæðina eða lægri upphæð til innkaupa á vörum sem falla undir hvern flokk. Viðmiðin eru uppfærð reglulega og byggjast nú á grunni rannsóknar Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna á tímabilinu 2013-2016.  

Viðmiðin eru uppfærð á 2ja mánaða fresti og voru síðast uppfærð 2. apríl 2024.

 

Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara eru sjö talsins og er nánar hægt að lesa um hvert og eitt hér fyrir neðan.

1. Matur, veitingar, dagvörur til heimilishalds og heimilisbúnaður

  • Matur svo sem: brauð og kornvörur, kjöt, fiskur, mjólk, ostar og egg, olíur og feitmeti, ávextir, grænmeti, sykur og sælgæti, aðrar matvörur.
  • Drykkjarvörur svo sem: kaffi, te, kakó, gosdrykkir, safar og vatn.
  • Óvaranlegar heimilisvörur svo sem: hreingerningarvörur og hreingerningaráhöld.
  • Hreinlætis- og snyrtivörur svo sem: sápur, sjampó, húðvörur og snyrtitæki.

Veitingar

  • Kostnaður vegna veitinga- og kaffihúsa sem og kostnaður vegna mötuneyta.

Heimilisbúnaður

  • Húsgögn og heimilismunir.
  • Vefnaðarvörur til heimilis.
  • Borðbúnaður og eldhúsáhöld.
  • Aðrir persónulegir hlutir svo sem: töskur, barnastólar, barnakerrur, pelar og snuð.

2. Föt og skór

  • Föt til að nota við öll tækifæri og fyrir allar árstíðir, fataefni, fatahreinsun, fataleiga, fataviðgerðir.
  • Skór til að nota við öll tækifæri og fyrir allar árstíðir.
  • Skóviðgerðir.

3.  Lækniskostnaður og lyf

  • Lyf, vítamín, gleraugu, heyrnartæki, stoðtæki og fylgihlutir þeirra
  • Þjónusta heimilislækna, sérfræðinga og tannlækna, sjúkrahúsvist, sjúkraþjálfun og endurhæfing.

 

4. Tómstundir

 Umboðsmaður skuldara miðar við 75% hlutfall af dæmigerðum viðmiðum ráðuneytisins í þessum útgjaldaflokki.

  • Tónlistar og myndefni.
  • Stærri tæki til tómstunda.
  • Tómstundavörur, íþróttavörur og leikföng.
  • Íþróttir,  fjölmiðlun og happdrætti.
  • Blöð, bækur og ritföng.
  • Pakkaferðir.
  • Áfengi og tóbak.
  • Skartgripir, klukkur og úr.
  • Gjafir.

5. Samskipti

Undir samskiptakostnað fellur kostnaður vegna farsíma, internets, netbeinis og myndlykils. Embættið miðar við lægsta mögulega kostnað hjá þeim fjarskiptafyrirtækjum sem eru með markaðsráðandi stöðu.  Miðað er við eitt verð fyrir einstakling óháð barnafjölda og annað verð fyrir hjón/sambýlisfólk óháð barnafjölda.

6. Önnur þjónusta

Önnur þjónusta fyrir heimili

  • Fjármálaþjónusta
  • Heimilisþjónusta o.fl.
  • Hársnyrting, snyrtistofuþjónusta o.fl.

Raftæki og viðhald raftækja

  • Heimilisraftæki ætluð til sameiginlegra nota svo sem: kæliskápar, þvottavélar, ryksugur og kaffivélar.
  • Sjónvörp, hljómflutningstæki, tölvur o.þ.h.
  • Viðgerðir á raftækjum

7. Samgöngur og annar ferðakostnaður

Neysluvörur sem falla undir þennan flokk eru: rekstur bifreiðar, þ.m.t. tryggingar en ekki fjármagnskostnaður og strætókort fyrir hvern fjölskyldumeðlim umfram tvo. Við útreikninga á rekstrarkostnaði bifreiða er stuðst við útgjaldarannsókn Hagstofu Íslands, útreikninga Félags íslenskra bifreiðaeigenda, upplýsingar bifreiðaumboða um eyðslu og útblástur ýmissa bifreiðategunda og upplýsingar tryggingafélaga um tryggingagjöld. Mánaðarverð strætókorta tekur mið af að keypt sé 3 mánaða kort. Þar sem strætisvagnasamgöngur eru ekki til staðar er gert ráð fyrir að aukinn kostnaður vegna reksturs bifreiðar jafngildi kostnaði strætókortanna.

  • Rekstur ökutækja svo sem: varahlutir, viðgerðir, hjólbarðar, hreinsiefni, bensín, bifreiðaskoðun, tryggingar.
  • Almenningssamgöngur
  • Strætisvagnafargjöld. 

Annar ferðakostnaður
Undir annan ferðakostnað falla útgjöld vegna almenningssamgangna innanlands, annarra en strætisvagnasamgangna, s.s. leigubíla og rútufargjalda, flugfargjalda og ferjufargjalda.

Önnur föst útgjöld

Fyrir önnur útgjöld notar umboðsmaður skuldara ekki viðmið, heldur tekur mið af raunútgjöldum hverrar fjölskyldu. Þetta á t.d. við um eftirfarandi útgjöld:

  • Húsaleiga
  • Rafmagn, hiti og hússjóður
  • Fasteigna-, vatns- og fráveitugjöld
  • Tryggingar, aðrar en bílatryggingar
  • Skóli og dagvistun
  • Önnur útgjöld